Enski boltinn

Messan: Skil ekki hvað Mourinho var óánægður með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson fékk þá Þorvald Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson í heimsókn í Messuna þar sem þeir fóru yfir leiki 29. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Stákarnir fóru yfir mörkin í leik Chelsea og Souhampton en lærisveinar Jose Mourinho juku forskot sitt á toppnum þrátt fyrir að hafa bara náð í eitt stig.

„Southampton átti svo sannarlega skilið stig út úr þessum leik," sagði Þorvaldur Örlyggsson um 1-1 jafntefli Chelsea og Southampton. Arnar Gunnlaugsson tók undir þetta:  „Þetta voru frekar sanngjörn úrslit," sagði Arnar.

Guðmundur Benediktsson sýndi þá mark Diego Costa í leiknum en hann kom Chelsea í 1-0 með skallamarki. „Þetta er alltof auðvelt mark," sagði Þorvaldur. „Jú, hann fær enga pressu frá varnarmönnunum," sagði Arnar.

Þeir fóru líka yfir vítaspyrnuna sem Jose Mourinho var óánægður með og gaf Southampton jöfnunarmark þeirra.

„Ég skil ekki hvað hann er óánægður með því þetta er hreint og klárt víti. Við sjáum það í endursýningunum frá öllum sjónarhornum að hann kemur aldrei við boltann," sagði Arnar.

Það má sjá alla umfjöllun strákanna um mörkin í leik Chelsea og Southampton hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×