Enski boltinn

Gutiérrez: Ég er tilbúinn að spila hvaða stöðu sem er

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Jonás Gutiérrez, leikmaður Newcastle, er tilbúinn að spila hvaða stöðu sem er á vellinum á meðan hann getur hjálpað liðinu.

Newcastle fær Arsenal í heimsókn á laugardaginn, en Newcastle-liðið er í vandræðum með forföll leikmanna vegna meiðsla og leikbanna.

Gutiérrez sneri aftur á dögunum eftir erfiðar baráttu við eistnakrabbamein og er fús til að gera hvað sem er svo liðið vinni leiki.

„Fyrir þremur árum enduðum við í fimmta sæti og þá spilaði ég margar stöður vegna meiðslavandræða hjá liðinu,“ segir Gutiérrez í viðtali við The Journal.

„Ég er bara hér til að hjálpa. Ég legg mikið á mig en vil líka njóta. Ég geri alltaf það sem er best fyrir liðið. Við höfum enga afsökun fyrir því að enda ekki á meðal tíu efstu liðanna.“

„Það eru erfiðir leikir eftir, en við verðum að ná í einhver stig og ná að minnsta kosti tíunda sæti,“ segir Jonás Gutiérrez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×