Enski boltinn

Dómarinn bjargaði liðsfélaga Arons Einars frá því að fá á sig klaufalegt mark

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliðið Cardiff í gær sem gerði jafntefli við eitt af toppliðum B-deildarinnar á Englandi, Bournemouth, 1-1.

Bournemouth var nálægt því að skora sigurmarkið undir lok leiksins þegar Simon Moore, markvörður Cardiff, sparkaði boltanum úr útsparki í bakið á Callum Wilson, framherja Bournemouth.

Boltinn fór af baki Wilsons og þaðan í slána, en áður en framherjinn gat rennt knettinum í netið eftir að hirða frákastið flautaði Lee Mason, dómari, aukaspyrnu.

Hann mat það svo að Wilson væri að taka sér stöðu til að hindra markvörðinn sem má ekki og fékk hann því gult spjald. Wilson til varnar stóð hann nánast á sama stað allan tímann.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×