Enski boltinn

Van Gaal: Markmiðið að enda í efstu fjórum sætunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að markmið þeirra rauðklæddu í Manchester-borgum sé að enda í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Rauðu djöflarnir eru í fjórða sæti deildarinnar með 53 stig, stigi á eftir Arsenal sem er í fjórða sæti. Liverpool er svo í fimmta sæti með 51 stig.

„Ég vil alltaf ná settum markmiðum og markmiðið er að enda í efstu fjórum sætunum. Bikar myndi einnig vera frábært, en okkar aðal markmið er að vinna okkur sæti í Meistaradeild Evrópu," sagði Van Gaal á blaðamannafundi.

United mætir Arsenal á morgun í átta liða úrslitum enska bikarsins, en sigurliðið tryggir sér sæti í undanúrslitunum á Wembley.

„Að enda í topp fjórum er frábært úrslit og sérstaklega fyrir okkur hjá United. Ef þú vinnur FA-bikarinn ertu kominn með bikar, en það tryggir þér ekki sæti í Meistaradeildinni."

Robin van Persie missir af leiknum gegn sínum gömlu félögum vegna meiðsla á ökla og varnarmaðurinn Jonny Evans var dæmdur í sex leikja bann fyrir að hrækja á Papiss Cisse.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×