Fótbolti

Maradona keypti sér nýtt andlit

Það er allt annað að sjá kallinn.
Það er allt annað að sjá kallinn.
Diego Maradona er næstum því óþekkjanlegur eftir að hafa farið í svakalega strekkingu. Pokarnir undir augunum og hrukkurnar í kringum augun heyra nú sögunni til.

Maradona virkar afar hamingjusamur með aðgerðina og kærastan hans, Rocio Oliva, virkar einnig brosandi kát með unglega kærastann.

Þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt á síðustu mánuðum en virka nú hamingjusöm á nýjan leik.

Argentínska knattspyrnugoðsögnin er orðin 54 ára gamall en hann lítur nú út eins og hann sé rétt orðinn þrítugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×