Enski boltinn

Mourinho: Sjö stig eru ekkert

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jose Mourinho á vellinum í gær
Jose Mourinho á vellinum í gær vísir/getty
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea er ekki byrjaður að fagna þó lið hans sé með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hann þekkir enska boltann.

„Í öðru landi myndi ég segja að sjö stiga forysta væri frábært en í þessu landi er þetta ekkert,“ sagði Mourinho eftir sigurinn á Aston Villa í gær.

„Engir tveir leikir eru eins. Allt getur gerst,“ sagði þjálfarinn um enska boltann en Manchester City tapaði óvænt stigum á heimavelli gegn Hull í gær.

„Seinna markið okkur sýndi vilja okkar til að vinna leikinn. Vinstri bakvörðurinn gefur fyrir og hægri bakvörðurinn klárar færið. Þegar þú pressar svona hátt með liðið sýnir þú viljann í liðinu,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×