Williams eftir úrslitaleikinn: Verð að óska Sharapovu til hamingju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2015 13:15 Williams var auðmjúk eftir sigurinn. vísir/getty Serena Williams vann í morgun sinn sjötta sigur á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitaleik. Williams var auðmjúk að leik loknum og bar lof á andstæðing sinn. „Ég verð að óska Mariu til hamingju, hún spilaði frábæran leik og veitti mér harða keppni,“ sagði Williams eftir sigurinn en hún hefur nú unnið 16 leiki í röð gegn Sharapovu. „Hún spilaði svo vel og þetta var frábær úrslitaleikur, ekki einungis fyrir áhorfendur, heldur einnig fyrir tennis kvenna í heild sinni. Það var mér sannur heiður að keppa við hana í úrslitaleiknum.“ Williams, sem hefur nú unnið 19 risatitla á löngum og farsælum ferli, leit einnig til baka í sigurræðu sinni. „Ég var ekki efnuð þegar ég var að alast upp en ég átti góða fjölskyldu sem studdi við bakið á mér. Að standa hér með 19. risatitilinn er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. „Ég fór út á völl með bolta, spaða og von í brjósti, það var allt sem ég hafði. Og þetta er hvatning fyrir ykkur sem eruð þarna úti og viljið skara fram úr - þið getið það, ekki gefast upp. „Ég er svo stolt af því að hafa unnið minn 19. risatitil,“ sagði hin 33 ára gamla Williams að lokum en hana vantar aðeins þrjá risatitla til að jafna met hinnar þýsku Steffi Graf sem vann 22 risatitla á sínum tíma. Tennis Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Sjá meira
Serena Williams vann í morgun sinn sjötta sigur á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitaleik. Williams var auðmjúk að leik loknum og bar lof á andstæðing sinn. „Ég verð að óska Mariu til hamingju, hún spilaði frábæran leik og veitti mér harða keppni,“ sagði Williams eftir sigurinn en hún hefur nú unnið 16 leiki í röð gegn Sharapovu. „Hún spilaði svo vel og þetta var frábær úrslitaleikur, ekki einungis fyrir áhorfendur, heldur einnig fyrir tennis kvenna í heild sinni. Það var mér sannur heiður að keppa við hana í úrslitaleiknum.“ Williams, sem hefur nú unnið 19 risatitla á löngum og farsælum ferli, leit einnig til baka í sigurræðu sinni. „Ég var ekki efnuð þegar ég var að alast upp en ég átti góða fjölskyldu sem studdi við bakið á mér. Að standa hér með 19. risatitilinn er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. „Ég fór út á völl með bolta, spaða og von í brjósti, það var allt sem ég hafði. Og þetta er hvatning fyrir ykkur sem eruð þarna úti og viljið skara fram úr - þið getið það, ekki gefast upp. „Ég er svo stolt af því að hafa unnið minn 19. risatitil,“ sagði hin 33 ára gamla Williams að lokum en hana vantar aðeins þrjá risatitla til að jafna met hinnar þýsku Steffi Graf sem vann 22 risatitla á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Sjá meira