Sport

Var viljandi sett of lítið loft í boltana?

Úr leik Patriots og Colts.
Úr leik Patriots og Colts. vísir/getty
NFL-deildin rannsakar nú hvort New England Patriots hafi brotið reglur deildarinnar fyrir undanúrslitaleikinn gegn Indianapolis Colts.

Því hefur verið haldið fram að starfsmenn Patriots hafi sett of lítið loft í boltana. Það var mikil rigning meðan á leiknum stóð og auðveldara að grípa bolta sem minna loft er í.

Patriots hefur lofað að fullu samstarfi í rannsókninni og félagið vísar á bug öllum ásökunum um að hafa viljandi staðið fyrir slíkum verknaði.

36 boltar eru prófaðir fyrir leik og einn þeirra var vigtaður. Við það komu grunsemdir fram.

Ef rannsóknarteymið finnur út að þetta hafi verið viljandi gert mun Patriots missa meðal annars valrétt í nýliðavali.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Patriots er sakað um vafasama hegðun. Árið 2007 var þjálfari liðsins, Bill Belichick, sektaður fyrir að hafa tekið ólöglegar myndir af handabendingum andstæðinga liðsins.

Patriots tryggði sér um síðustu helgi þátttökuréttinn í úrslitaleiknum, Super Bowl, sem fer fram 1. febrúar næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×