Erlent

Saka leiðtoga um hræsni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fylking þjóðarleiðtoganna.
Fylking þjóðarleiðtoganna. vísir/ap
Yfir fjörutíu þjóðarleiðtogar komu saman í gær og gengu fylktu liði til að sýna samstöðu með frönsku þjóðinni og að ekki sé hægt að koma böndum á tjáningarfrelsið. Í kjölfarið hafa margir bent á að margir leiðtoganna séu aðeins fulltrúar tjáningarfrelsisins í orði en ekki á borði.

Í upphafi desember síðasta árs voru alls 221 blaðamenn í fangelsi vegna skrifa sinna. Flestir fanganna eru í Kína eða alls 44. Næst á hæla Kínverja fylgja Íran, með þrjátíu fangelsaða blaðamenn, og Eritrea, með 23 blaðamenn í fangelsi.

Blaðamenn án landamæra sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem samtökin segja að það hafi vakið hjá þeim viðbjóð að sjá fulltrúa landa á borð við Rússlands, Egyptalands, Tyrklands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna meðal þeirra sem sýndu stuðning sinn í verki. Í öllum þessum löndum sé frelsi blaðamanna takmarkað gríðarlega.

Nemi við London School of Economics tók þessar staðreyndir saman í 21 tísti á Twitter en nokkur þeirra má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×