Lífið

Taylor Swift hæstánægð með uppátæki lögreglumanns - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónnin Jeff Davis virðist skemmta sér konunglega yfir laginu Shake it Off.
Lögregluþjónnin Jeff Davis virðist skemmta sér konunglega yfir laginu Shake it Off. Vísir/AFP
„Þegar við fórum yfir upptökur úr mælaborðsmyndavélum okkar sáum við nokkuð áhugavert.“ Þetta skrifaði lögreglan í Dover í Bandaríkjunum á Facebook síðu sína á föstudaginn. Með fylgdi myndband sem sýnir lögregluþjónin Jeff Davis skemmta sér vel, jafnvel of vel, yfir laginu Shake it Off.

„Við vonum að þið hafið gaman af þessu og ef þú ert að horfa Taylor Swift, þá biðjumst við afsökunar.“

Myndbandið hefur fengið tæplega átta milljón áhorf á Youtube, þegar þetta er skrifað.

Þeir virðast þó ekki hafa þurft að biðja Taylor Swift afsökunar á uppátækinu þar sem hún virðist vera hæstánægð með það. Hún birti myndbandið á Twittersíðu sinni, en samkvæmt Independent hefur það vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og hefur Jeff Davis verið bókaður, meðal annars, hjá Fox News og myndbandið hefur verið sýnt í morgunþáttunum CBS This Morning og Good Morning America.

Lögreglan í Dover þakkaði Taylor Swift fyrir að deilt myndbandinu af Davis og spyr hvort að hún hafi áhuga á dúett. Enn sem komið er hefur Taylor Swift þó ekki svarað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×