Enski boltinn

Silva verður ekki með um helgina | Delph frá næstu 6 vikurnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Silva, töframaðurinn á miðju Manchester City.
David Silva, töframaðurinn á miðju Manchester City. Vísir/Getty
Spænski miðjumaðurinn David Silva verður ekki með Manchester City um helgina en Kevin De Bruyne gæti leikið fyrsta leik sinn fyrir félagið.

Þá staðfesti Pellegrini að Fabian Delph yrði frá næstu 6 vikurnar eftir að hafa meiðst í landsleik Englands og Sviss á dögunum.

Manchester City mætir Crystal Palace í óvæntum toppslag en topplið Manchester City verður án Silva eftir að hann meiddist á ökkla.

Sagðist Pellegrini ekki ætla að taka neinar áhættur með Silva í von um að hann geti leikið gegn Juventus í Meistaradeildinni eftir helgi.

Alls  vantar þrjá leikmenn í lið Manchester City ásamt Silva en Pellegrini gat ekki sagt til um hvenær Gael Clichy og Pablo Zabaleta yrðu tilbúnir í slaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×