Svíinn Zlatan Ibrahimovic var borubrattur eftir að hafa tryggt Svíum sæti á EM á Parken í kvöld.
Zlatan skoraði tvö falleg mörk í leiknum og þau voru nóg fyrir farseðlum til Frakklands.
Sjá einnig: Zlatan skaut Svíum á EM | Myndband af mörkunum
Svíinn hávaxni er þekktur fyrir allt annað en auðmýkt og lítillæti og hann sýndi sínar bestu hliðar eftir leik líka.
„Danir ætluðu að senda mig á eftirlaun en ég sendi alla dönsku þjóðina í staðinn á eftirlaun," sagði Zlatan brattur.
Ég sendi dönsku þjóðina á eftirlaun
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
