New York mætti þá öðrum nýliðum í bandarísku MLS-deildinni, Orlando City, og fóru Pirlo og félagar með sigur af hólmi, 5-3.
Pirlo kom inn á sem varamaður á 57. mínútu en þá var staðan 2-1, New York í vil.
Spænski framherjinn David Villa skoraði tvö mörk fyrir New York sem er í 6. sæti Vesturdeildarinnar. Javier Calle, Thomas McNamara og Mix Diskerud gerðu hin mörkin.
Cyle Larin skoraði öll þrjú mörk Orlando en það dugði ekki til. Brasilíumaðurinn Kaká, fyrrverandi samherji Pirlo hjá AC Milan, lagði upp eitt markanna fyrir Larin.