Fótbolti

Wright-Phillips bræður sameinaðir í New York

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Shaun Wright-Phillips spilar nú í Bandaríkjunum.
Shaun Wright-Phillips spilar nú í Bandaríkjunum. vísir/getty
Shaun Wright-Phillips, sem spilaði með QPR í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er genginn í raðir bandaríska MLS-liðsins New York Red Bulls.

Wright-Phillips varð samningslaus eftir síðasta tímabil og vildi QPR ekki framlengja við hann, en þessi eldfljóti sóknarmaður hefur æft með bandaríska liðinu að undanförnu.

Hjá Red Bulls hittir hann fyrir yngri bróður sinn, Bradley Wright-Phillips, sem hefur slegið í gegn í MLS-deildinni. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.

Shaun, sem verður 34 ára gamall í október, hefur áður spilað með Manchester City og Chelsea auk þess sem hann spilaði 36 landsleiki fyrir England frá 2004-2010.

Forráðamenn New York-liðsins segja að Wright-Phillips verði klár í slaginn þegar Red Bulls mætir Philadelphia Union um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×