Tvö draumahlutverk í einu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 10:15 "Ég er búin að vera í hlátuskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk um óperuna Rakarinn í Sevilla. Vísir/GVA „Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“ Tónlist Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Efni óperunnar er ótrúlega skemmtilegt, bæði músíkin og sagan, en þó með alvarlegum undirtóni. Ég er búin að vera í hláturskasti frá fyrstu æfingu,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngkona sem gengur í hlutverk Rosinu í Rakaranum á næstu tveimur sýningum. „Þetta er fyrsta burðarhlutverk mitt með Íslensku óperunni og jafnframt það stærsta sem ég hef tekist á við,“ segir hún. „Rosina er litríkur karakter. Hún er fjörug, hnyttin og fljót að hugsa og hlýtur að vera afar heillandi því Lindoro greifi kemur um langan veg til að reyna að krækja í hana, eftir að hafa séð henni einu sinni bregða fyrir. Hún stelst upp á þak á nóttunni því harðstjórinn sem hún býr hjá vill aldrei hleypa henni út, hann ætlar sér að giftast henni því hann veit að hún fékk fúlgu í arf eftir foreldra sína. En Lindoro greifi syngur falleg lög fyrir utan gluggann hennar, það finnst henni æðislegt og er alveg sama þó að hann sé fátækur.“Rosina (Sigríður Ósk) og rakarinn (Oddur A. Jónsson) að plotta hvernig best sé að næla í Lindoro.Mynd/Jóhanna ÓlafsdóttirÞótt sagan gerist í Sevilla á Spáni er sungið á ítölsku – aðalmáli óperubókmenntanna. Æfingar hófust í lok ágúst. „Við æfðum alla daga, allan daginn. Áður var ég auðvitað búin að liggja yfir efninu því helst þarf maður að kunna allt þegar maður mætir,“ segir Sigríður Ósk sem söng í Töfraflautunni í Hörpu. Auk þess hefur hún sungið yfir tuttugu óperuhlutverk á Englandi, meðal annars hjá English National Opera og Glyndebourne Opera. Fleiru þarf Sigríður Ósk að sinna en söngnum því hún á eins og hálfs árs gamla dóttur, Helenu Ingu, og segir hana orðna pínulitla Rosinu „Ég hef auðvitað verið að æfa heima og allt í einu er hún farin að gera alveg eins og ég. Það er mjög skemmtilegt. Það er frábært að vera í tveimur draumahlutverkum í einu, móðurhlutverkinu og hlutverki Rosinu.“
Tónlist Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira