Aníta Hinriksdóttir, hlaupari úr ÍR, varð önnur í 800 metra hlaupi á Bauhaus Junioren Gala mótinu sem fram fer í Mannheim. Aníta varð 2/100 úr sekúndu á eftir fyrsta sætinu.
Aníta hljóp á 2:02,57 mínútum en þetta er hennar fjórða Junioren Gala mót. Rene Eykens frá Belgíu kom fyrst í mark, en Aníta hafði leitt hlaupið frá upphafi. Rene stal sigrinum á lokametrunum.
Sarah Schmidt var í þriðja sætinu á tímanum 2:03,42 og því nokkuð langt á eftir fyrstu tveimur sætunum, en Aníta á heimsmetið sem er 2:00,49.
Tristan Freyr Jónsson hljóp á sínum besta tíma utanhúss fyrr í dag, en hann kom í mark á 22,13 sekúndum í 200 metra hlaupi.
Aníta önnur í Mannheim
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
