Skortur á upplýsingum olli óvissu meðal íbúa á Völlum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Svæðið sem var lokað. Umferð var bönnuð og fólki sagt að vera innandyra á Völlunum í Hafnarfirði meðan lögregla fékkst við þekktan ofbeldismann. Nokkrir íbúar í Vallahverfinu upplifðu mikla óvissu vegna upplýsingaskorts á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir í hverfinu á sunnudagskvöld. Fólk hafði áhyggjur af börnum og að vita ekki hvenær það kæmist heim til sín. „Það var þannig að lögregla hafði samband við okkur. Við ákváðum síðan að stíga aðeins inn í umræðuna á samfélagsmiðlum þar sem það var alls konar umræða í gangi og hræðsla kannski,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar. „Fólk var að fá misvísandi upplýsingar úr alls konar áttum. Okkur fannst mikilvægt að það kæmu upplýsingar frá einhverju opinberu batteríi.“ Af umræðunum á Facebook-síðu íbúa í Vallahverfinu að dæma upplifðu margir ákveðna óvissu í miðjum aðgerðum lögreglu í hverfinu síðastliðið sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags.Steinunn ÞorsteinsdóttirLögregla girti af svæði á Völlunum á sunnudagskvöld vegna manns sem hafði veist að lögregluþjónum og var með ólæti í íbúð sinni. Maðurinn sagðist vera vopnaður skotvopni. Lögreglumen gengu á milli húsa og báðu fólk um að halda sig innandyra. Fólki, sem var statt utan hverfisins, var meinaður aðgangur. Maðurinn var loks handtekinn á fyrsta tímanum aðfaranótt mánudags og var íbúum þá frjálst að snúa heim. Íbúar Vallahverfis halda úti hóp á Facebook þar sem umsátur lögreglunnar var skeggrætt. Þar lýstu íbúar meðal annars áhyggjum sínum af skorti á upplýsingum vegna lokunar í hverfinu. Á síðunni má meðal annars sjá að íbúar höfðu áhyggjur af börnum sem enn væru utandyra auk þess sem fólki fannst erfitt að vera meinaður aðgangur að hverfinu án þess að fá viðunandi skýringar á því. „Eftir samtal við [lögreglu] þá var ákveðið að setja upplýsingar inn á síðuna sem var kannski ekkert mikið meira en hafði komið fram áður, en maður upplifir það kannski að það rói umræðuna,“ segir Steinunn. Hún segir ávallt góða samvinnu milli bæjarins og viðbragðsaðila. „Við höfum átt mjög gott samstarf og það erum auðvitað við sem erum þessir aðilar sem eru í beinu sambandi við íbúana, þannig að það var mjög gott að fá þetta símtal frá þeim.“ Hún segir samfélagssíður íbúa góðan vettvang til þess að koma upplýsingum á framfæri og hún segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum frá viðbragðsaðilum til íbúa þegar tveir drengir lentu í lífshættu við Reykjadalsstíflu fyrr á árinu. Tengdar fréttir Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. 10. ágúst 2015 10:21 Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms Fangelsismálastofnun nýtti sér undanþágu. 10. ágúst 2015 20:40 Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Maðurinn kom ekki sjálfviljugur úr íbúðinni en veitti ekki mótspyrnu þegar lögreglan fór inn. 10. ágúst 2015 10:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Nokkrir íbúar í Vallahverfinu upplifðu mikla óvissu vegna upplýsingaskorts á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir í hverfinu á sunnudagskvöld. Fólk hafði áhyggjur af börnum og að vita ekki hvenær það kæmist heim til sín. „Það var þannig að lögregla hafði samband við okkur. Við ákváðum síðan að stíga aðeins inn í umræðuna á samfélagsmiðlum þar sem það var alls konar umræða í gangi og hræðsla kannski,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar. „Fólk var að fá misvísandi upplýsingar úr alls konar áttum. Okkur fannst mikilvægt að það kæmu upplýsingar frá einhverju opinberu batteríi.“ Af umræðunum á Facebook-síðu íbúa í Vallahverfinu að dæma upplifðu margir ákveðna óvissu í miðjum aðgerðum lögreglu í hverfinu síðastliðið sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags.Steinunn ÞorsteinsdóttirLögregla girti af svæði á Völlunum á sunnudagskvöld vegna manns sem hafði veist að lögregluþjónum og var með ólæti í íbúð sinni. Maðurinn sagðist vera vopnaður skotvopni. Lögreglumen gengu á milli húsa og báðu fólk um að halda sig innandyra. Fólki, sem var statt utan hverfisins, var meinaður aðgangur. Maðurinn var loks handtekinn á fyrsta tímanum aðfaranótt mánudags og var íbúum þá frjálst að snúa heim. Íbúar Vallahverfis halda úti hóp á Facebook þar sem umsátur lögreglunnar var skeggrætt. Þar lýstu íbúar meðal annars áhyggjum sínum af skorti á upplýsingum vegna lokunar í hverfinu. Á síðunni má meðal annars sjá að íbúar höfðu áhyggjur af börnum sem enn væru utandyra auk þess sem fólki fannst erfitt að vera meinaður aðgangur að hverfinu án þess að fá viðunandi skýringar á því. „Eftir samtal við [lögreglu] þá var ákveðið að setja upplýsingar inn á síðuna sem var kannski ekkert mikið meira en hafði komið fram áður, en maður upplifir það kannski að það rói umræðuna,“ segir Steinunn. Hún segir ávallt góða samvinnu milli bæjarins og viðbragðsaðila. „Við höfum átt mjög gott samstarf og það erum auðvitað við sem erum þessir aðilar sem eru í beinu sambandi við íbúana, þannig að það var mjög gott að fá þetta símtal frá þeim.“ Hún segir samfélagssíður íbúa góðan vettvang til þess að koma upplýsingum á framfæri og hún segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum frá viðbragðsaðilum til íbúa þegar tveir drengir lentu í lífshættu við Reykjadalsstíflu fyrr á árinu.
Tengdar fréttir Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. 10. ágúst 2015 10:21 Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms Fangelsismálastofnun nýtti sér undanþágu. 10. ágúst 2015 20:40 Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Maðurinn kom ekki sjálfviljugur úr íbúðinni en veitti ekki mótspyrnu þegar lögreglan fór inn. 10. ágúst 2015 10:14 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. 10. ágúst 2015 10:21
Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms Fangelsismálastofnun nýtti sér undanþágu. 10. ágúst 2015 20:40
Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Maðurinn kom ekki sjálfviljugur úr íbúðinni en veitti ekki mótspyrnu þegar lögreglan fór inn. 10. ágúst 2015 10:14