Tekur upp plötu með glænýjum lögum gunnar leó pálsson skrifar 18. maí 2015 12:00 Hér er Helgi í hljóðverinu ásamt félögum. mynd/Helgi Björnsson „Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við. Tónlist Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við.
Tónlist Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira