Ronaldo skoraði þrennu fyrir Portúgal sem sótti þrjú stig til Armeníu. Armenar komust yfir á 14. mínútu en þá tók við þáttur Cristiano Ronaldo.
Fyrsta mark Ronaldo kom á 29. mínútu úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Joao Moutinho innan teigs. Í síðari hálfleik skoraði Ronaldo svo tvö mörk með þriggja mínútna millibili áður en Armenar náðu að minnka muninn og 3-2 sigur Portúgals staðreynd.
Portúgal er í efsta sæti I-riðils með tólf stig að loknum fimm leikjum.
Í D-riðli báru Pólverjar sigurorð á Georgíu með fjórum mörkum gegn engu þar sem Robert Lewandowski, leikmaður FC Bayern, skoraði þrennu á fimm mínútum fyrir Pólverja.
Pólverjar eru því enn á toppi riðilsins og enn taplausir eftir sex leiki.
Þá biðu Finnar lægri hlut gegn Ungverjum, 0-1, í Helsinki. Frændur vorir Finnar eru fyrir vikið í fjörða sæti F-riðils með fjögur stig eftir sex leiki.
Ronaldo og Lewandowski báðir með þrennu

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
Fleiri fréttir
