Enski boltinn

Gylfi fær ekki að taka á Balotelli í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Ítalski framherjinn Mario Balotelli verður ekki með Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea City í ensku úrvalsdeildinni.

Balotelli er veikur og varð eftir í Liverpool þegar liðið ferðast til Wales. Þetta kemur fram hjá enskum fréttamiðlum.

Mario Balotelli er þó ekki alvarlega veikur og ætti að vera búinn að ná sér fyrir leikinn á móti Manchester United á Anfield um næstu helgi.

Mario Balotelli hefur aðeins skorað 4 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum með Liverpool á tímabilinu en eitt þessara marka var þó í deildarbikarleik á móti Swansea.

Balotelli kom þá inná þegar 68 mínútur voru liðnar og staðan var 1-0 fyrir Swansea. Balotelli jafnaði metin á 86. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið á 90. mínútu.

Leikur Swansea City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×