Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 19:17 Sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. Vísir/AFP „Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“ Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
„Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31