Enski boltinn

Dýrlingarnir náðu í stig á Brúnni | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Southampton sótti eitt stig á Stamford Bridge í fyrsta leik dagsins í enska boltanum, en lokatölur í fjörugum leik á Brúnni urðu 1-1.

Chelsea komst yfir eftir tólf mínútna leik þegar Branislav Ivanovic sendi boltann fyrir markið og þar var markamaskínan Diego Costa sem skallaði boltann í netið. 1-0.

Eftir það tóku Dýrlingarnir öll völd. Þeir fengu vítaspyrnu á nítjándu mínútu. Dusan Tadic fór á punktinn og skoraði, en Thibaut Courtois var í boltanum.

Sadio Mane var að spila virkilega vel og var að valda toppliðinu vandræðum, en staðan var 1-1 þegar Mike Dean flautaði til hálfleiks.

Heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og áttu ívið hættulegri færi. Leikurinn var ansi skemmtilegur og bæði lið spiluðu hraðan og skemmtilegan fótbolta.

Fraser Forster varði og varði í síðari hálfleik og Chelsea náði ekki að koma boltanum í markið hjá Southampton. Lokatölur 1-1.

Chelsea er eftir leiknn með sex stiga forystu á toppi deildarinnar, en Southampton er í sjötta sæti deildarinnar með 50 stig, þremur stigum á eftir Manchester United sem er í Meistardeildarsæti.

Diego Costa kemur Chelsea í 1-0: Tadic jafnar í 1-1: Var þetta víti? Hvernig skoraði Chelsea ekki?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×