Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2015 15:23 Ómar Ragnarsson er einn þeirra tíu sem höfðað hafa skaðabótamál gegn ríkinu. Vísir/GVA Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september. Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september.
Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04
„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00
Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15