Frumsýning á Vísi: GKR sendir frá sér nýtt lag og myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2015 08:00 Gaukur Grétuson betur þekktur sem GKR. Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hefur vakið mikla athygli að undanförnu, fyrir vasklega framgöngu í rappinu. GKR er með afar sérstakan stíl og er varla hægt að líkja honum við nokkurn annan. Þessi sérstaða hans hefur vakið upp forvitni og hefur hann stigið á stokk með helstu röppurum landsins. Í dag kemur út nýtt myndband frá GKR, við lag sem ber titilinn Morgunmatur. „Lagið fjallar í raun á nýstárlegan hátt um það að elta draumana sína. Í grunninn fjallar það um að vakna á morgnanna og þurfa að takast á við verkefni sem maður er ekki spenntur fyrir.“ GKR fékk Bjarna Felix Bjarnason til þess að vinna með sér í myndbandinu, en Bjarni tók upp Borgríki 1 og 2. „Við tókum upp víða. Meðal annars í eldhúsinu heima hjá mömmu, í Laugardalslaug eftir vinnu og fleiri skemmtilegum stöðum. Ég sá svo um eftirvinnsluna sjálfur,“ segir Gaukur sem leikstýrir myndbandinu einnig.Hann hefur verið duglegur að senda frá sér myndbönd sem hann hefur gert sjálfur. Þetta er fimmta myndbandið sem GKR sendir frá sér. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hefur vakið mikla athygli að undanförnu, fyrir vasklega framgöngu í rappinu. GKR er með afar sérstakan stíl og er varla hægt að líkja honum við nokkurn annan. Þessi sérstaða hans hefur vakið upp forvitni og hefur hann stigið á stokk með helstu röppurum landsins. Í dag kemur út nýtt myndband frá GKR, við lag sem ber titilinn Morgunmatur. „Lagið fjallar í raun á nýstárlegan hátt um það að elta draumana sína. Í grunninn fjallar það um að vakna á morgnanna og þurfa að takast á við verkefni sem maður er ekki spenntur fyrir.“ GKR fékk Bjarna Felix Bjarnason til þess að vinna með sér í myndbandinu, en Bjarni tók upp Borgríki 1 og 2. „Við tókum upp víða. Meðal annars í eldhúsinu heima hjá mömmu, í Laugardalslaug eftir vinnu og fleiri skemmtilegum stöðum. Ég sá svo um eftirvinnsluna sjálfur,“ segir Gaukur sem leikstýrir myndbandinu einnig.Hann hefur verið duglegur að senda frá sér myndbönd sem hann hefur gert sjálfur. Þetta er fimmta myndbandið sem GKR sendir frá sér.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira