Enski boltinn

Tottenham og Arsenal drógust saman í deildabikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Það var dregið í þriðju umferð enska deildabikarsins í kvöld en fyrr í kvöld fóru fram leikir í annarri umferð keppninnar.

Stórleikur 3. umferðarinnar verður örugglega leikur nágrannanna Tottenham og Arsenal á White Hart Lane. Bæði liðin sátu hjá í annarri umferðinni ásamt þeim liðum sem taka þátt í Evrópukeppnunum í ár.

Þetta verður ekki eini úrvalsdeildarslagurinn því Sunderland fékk leik á móti Manchester City, Norwich City mætir West Bromwich Albion og Leicester spilar við West Ham.

Walsall fær Englandsmeistara Chelsea í heimsókn,  Manchester United tekur á móti Ipswich Town á Old Trafford og  Carlisle heimsækir Liverpool á Anfield.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea heimsækja Hull og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Charlton heimsækja Crystal Palace í Lundúnaslag.



Þessi lið mætast í 3. umferð enska deildabikarsins:

Fulham - Stoke

Sunderland - Man City

Newcastle - Sheffield Wednesday

Reading - Barnsley eða Everton

Preston - Bournemouth

Walsall - Chelsea

MK Dons - Southampton

Middlesbrough - Wolves

Norwich - West Brom

Hull - Swansea

Leicester - West Ham

Aston Villa - Birmingham

Tottenham - Arsenal

Manchester United - Ipswich

Liverpool - Carlisle

Crystal Palace - Charlton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×