Myndirnar fjalla um mannleg efni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 13:00 Claude Gensac og Corinne Masiero leika í mynd Sólveigar Anspach, Lulu nakin. „Myndin Intouchables vakti gríðarlega athygli og opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar nú, Ömurleg brúðkaup, er á pari við hana. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl úti og fjallar um efni sem er á allra vörum núna, fjölmenningarsamfélag, fordóma og trúarbrögð, en allt á gamansaman hátt,“ segir Einar Hermannsson, nýr forseti Alliance Française á Íslandi. Einar nefnir líka myndina Lulu nakin, eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach sem verður sýnd í dag, laugardag og sunnudag. „Það er grípandi mynd um konu sem klúðrar atvinnuviðtali en á heimleiðinni kynnist hún sérkennilegu fólki á jöðrum samfélagsins. Aðalleikkonan, Corinne Masiero, er mjög vinsæl í Frakklandi,“ lýsir hann. Aðrar myndir á hátíðinni fjalla líka um mannleg efni, að sögn Einars. Sem dæmi tekur hann myndina Af öllum kröftum sem Barði Jóhannesson gerði tónlistina við, segir hana hugljúfa mynd sem byggð sé á sannsögulegum atburðum. „Hún er um fatlaðan dreng í hjólastól og föður sem ákveður að taka þátt í Iron Man með drenginn á bakinu,“ lýsir hann. „Beélier-fjölskyldan er önnur, hún er um unga stelpu sem er með einstaka söngrödd en hún býr með foreldrum sínum og bróður sem öll eru heyrnarlaus og þau reiða sig á hjálp hennar við að hafa samskipti við umheiminn.“ Franska kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Alliance, Græna ljóssins og Senu og Einar segir kanadíska sendiráðið inni í samstarfinu líka. „Það er ein kanadísk mynd á hátíðinni og líka ein frá Fílabeinsströndinni,“ tekur hann fram. Kveðst ekki sjálfur hafa séð nema útdrátt úr myndunum en segir þær allar lofa góðu. „Frakkar eru þriðju stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum og kunna til verka.“ Menning Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
„Myndin Intouchables vakti gríðarlega athygli og opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar nú, Ömurleg brúðkaup, er á pari við hana. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl úti og fjallar um efni sem er á allra vörum núna, fjölmenningarsamfélag, fordóma og trúarbrögð, en allt á gamansaman hátt,“ segir Einar Hermannsson, nýr forseti Alliance Française á Íslandi. Einar nefnir líka myndina Lulu nakin, eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach sem verður sýnd í dag, laugardag og sunnudag. „Það er grípandi mynd um konu sem klúðrar atvinnuviðtali en á heimleiðinni kynnist hún sérkennilegu fólki á jöðrum samfélagsins. Aðalleikkonan, Corinne Masiero, er mjög vinsæl í Frakklandi,“ lýsir hann. Aðrar myndir á hátíðinni fjalla líka um mannleg efni, að sögn Einars. Sem dæmi tekur hann myndina Af öllum kröftum sem Barði Jóhannesson gerði tónlistina við, segir hana hugljúfa mynd sem byggð sé á sannsögulegum atburðum. „Hún er um fatlaðan dreng í hjólastól og föður sem ákveður að taka þátt í Iron Man með drenginn á bakinu,“ lýsir hann. „Beélier-fjölskyldan er önnur, hún er um unga stelpu sem er með einstaka söngrödd en hún býr með foreldrum sínum og bróður sem öll eru heyrnarlaus og þau reiða sig á hjálp hennar við að hafa samskipti við umheiminn.“ Franska kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Alliance, Græna ljóssins og Senu og Einar segir kanadíska sendiráðið inni í samstarfinu líka. „Það er ein kanadísk mynd á hátíðinni og líka ein frá Fílabeinsströndinni,“ tekur hann fram. Kveðst ekki sjálfur hafa séð nema útdrátt úr myndunum en segir þær allar lofa góðu. „Frakkar eru þriðju stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum og kunna til verka.“
Menning Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira