Enski boltinn

Chelsea fær ungan Brasilíumann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kenedy í leik með Fluminense.
Kenedy í leik með Fluminense. vísir/getty
Chelsea hefur ungan og efnilegan brasilískan framherja til liðs við sig. Pilturinn heitir Kenedy, en hann er nítján ára gamall og kemur frá Fluminense.

Þessi nítján ára gamli piltur var hluti af leikmannahóp Jose Mourinho, stjóra Chelsea, þegar liðið fór í æfingarferð til Norður-Ameríku á undirbúningstímabilinu.

„Mér leið vel í hópnum á undirbúningstímabilinu og ég er mjög þakklátur Fluminese fyrir að leyfa mér að taka þátt í þessu tækifæri,” sagði Kenedy.

„Ég er mjög ánægður með að ganga frá félagsskiptum mínum við Chelsea. Þetta verður spennandi tími fyrir mig að ganga í raðir ensku meistaranna og ég vona að ég verði mikilvægur fyrir félagið.”

Kenedy verður ekki eini Brasilíumaðurinn hjá félaginu því Ramires, Oscar og Willian eru í Chelsea auk Nathan sem er á láni frá Chelsea hjá Vitesse Arnheim í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×