Meiri líkur en minni á innflutningsbanni til Rússland Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 19:52 Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Einhugur er um það í utanríkismálanefnd Alþingis að Ísland haldi áfram stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum þrátt fyrir að gríðarlegir hagsmunir séu undir í sjávarútvegi. Utanríkisráðherra telur meiri líkur en minni á því að Rússnesk stjórnvöld banni innflutning á íslenskum sjávarafurðum eftir tíðindi síðustu daga. Gunnar Bragi Sveinsson segist vera ósáttur við gagnrýni talsmanna sjávarútvegsfyrirtækja á viðbrögð stjórnvalda og skort á samráði við þá sem eiga hagsmuni undir í greininni. Hann ætli þó ekki að munnhöggvast við þá í fjölmiðlum. Hann segir engan vafa leika á því að innflutningsbannið verði mikið áfall fyrir útflytjendur og sem og þjóðina alla, ef því verði. Hann segist þó boðinn og búinn til að aðstoða við að finna nýja markaði.Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að ræða eða koma skilaboðum á framfæri til rússneskra stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum beitt öllum þeim brögðum sem við höfum yfir að ráða en endanleg ákvörðun er að sjálfsögðu þeirra.“ Hann segir að ef allt fari á versta veg muni stjórnvöld gera allt sem þau geta til að aðstoða útflytjendur, persónulega telji hann koma til greina að fara sömu leið og Norðmenn, og styðja útflytjendur með tryggingum og fjárhagslegum stuðningi. Það þurfi þó að ræða á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Spurður að því hvort menn hafi farið of geyst í stuðningi við viðskiptaþvinganir ESB, segir hann að auðvitað komi upp efasemdir þegar miklir hagsmunir séu í húfi. Þetta snúist þó um það prinssip að alþjóðalög og alþjóðasamningar séu virtir.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00 Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45 Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir að ekki hafi verið haft meira samráð við hagsmunaðila vegna þvingana gagnvart Rússlandi. Formaður atvinnuveganefndar segist áhyggjufullur en ekki sé ástæða til stefnubreytingar. 6. ágúst 2015 07:00
Yrði mikið högg fyrir sjávarútveginn og þjóðina alla Íslenskir fiskútflytjendur eru uggandi vegna frétta um að Rússar ætli að setja innflutningsbann á matvæli frá Íslandi. 5. ágúst 2015 19:45
Rússar vinna að frumvarpi um aðgerðir gegn Íslandi Rússneska landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að gerð frumvarps um innflutningsbann á ákveðnum matvörum frá sjö Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi. 5. ágúst 2015 11:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“