Bestu vinkonur fá skólastyrk í Hollywood Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2015 11:00 d Silja Rós og Auður flytja til Bandaríkjanna eftir mánuð. Vísir/Stefán Vinkonurnar Auður Finnbogadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir hafa undanfarið ár verið að sækja um í leiklistarskóla um allan heim. Þær komust inn í sama skólann, sem er í Hollywood og munu elta drauminn út þann 25. ágúst næstkomandi. Í kvöld munu þær halda brottfarartónleika á Café Rosenberg til styrktar uppihaldi í borg englanna. „Við komumst báðar inn í The American Academy of Dramatic Arts, sem er elsti academy-leiklistarskólinn í Bandaríkjunum. Þar hafa meðal annars Kim Catrall, Paul Rudd og Grace Kelly lært leiklist. Það voru sjö þúsund manns sem sóttu um skólann í ár en aðeins 130 sem komust inn þannig að við erum alveg í skýjunum. Við fengum líka báðar skólastyrk fyrir áheyrnarprufurnar en það eru aðeins 30 nemendur sem fá hann,“ segir Silja Rós. Alls eru þær þrjár frá Íslandi sem hefja nám í skólanum í haust. Sú þriðja heitir Berta Andrea Snædal og er um þessar mundir að leika í kvikmynd úti í Bandaríkjunum. Silja býst við að þær verði allar saman í bekk. „Okkur gekk öllum mjög vel í prufunum og það er líklegast að við verðum allar saman í bekk. Við Auður vorum búnar að sækja saman um skóla seinasta árið þannig að það er mjög gaman að hafa komist inn í sama skóla og verða vonandi saman í bekk.“ Það er ekki ódýrt að fara í nám erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og því hafa stelpurnar verið að safna sér fyrir skólanum lengi. „Ég er í þremur vinnum eins og er. Svo tek ég lán frá LÍN. Skólagjöldin úti eru náttúrulega allt önnur en þau sem við þekkjum hérna heima. Við verðum á heimavist fyrstu önnina en svo í janúar ætlum við að finna okkur íbúð og vonandi náum við að spara okkur einhvern pening með því. Styrkurinn sem við fengum kemur sér líka einstaklega vel,“ segir Silja. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld og verða eins fyrr segir á Café Rosenberg á Klapparstígnum. Það kostar aðeins 2.000 krónur inn en það verður engi posi á staðnum. Hljómsveitin Four Leaves Left hitar upp fyrir stelpurnar. Jón Birgir Eiríksson mun spila undir á píanó og Grétar Örn Axelsson verður á gítar ásamt Silju. Stelpurnar munu flytja þekkt lög í bland við frumsamið efni. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Vinkonurnar Auður Finnbogadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir hafa undanfarið ár verið að sækja um í leiklistarskóla um allan heim. Þær komust inn í sama skólann, sem er í Hollywood og munu elta drauminn út þann 25. ágúst næstkomandi. Í kvöld munu þær halda brottfarartónleika á Café Rosenberg til styrktar uppihaldi í borg englanna. „Við komumst báðar inn í The American Academy of Dramatic Arts, sem er elsti academy-leiklistarskólinn í Bandaríkjunum. Þar hafa meðal annars Kim Catrall, Paul Rudd og Grace Kelly lært leiklist. Það voru sjö þúsund manns sem sóttu um skólann í ár en aðeins 130 sem komust inn þannig að við erum alveg í skýjunum. Við fengum líka báðar skólastyrk fyrir áheyrnarprufurnar en það eru aðeins 30 nemendur sem fá hann,“ segir Silja Rós. Alls eru þær þrjár frá Íslandi sem hefja nám í skólanum í haust. Sú þriðja heitir Berta Andrea Snædal og er um þessar mundir að leika í kvikmynd úti í Bandaríkjunum. Silja býst við að þær verði allar saman í bekk. „Okkur gekk öllum mjög vel í prufunum og það er líklegast að við verðum allar saman í bekk. Við Auður vorum búnar að sækja saman um skóla seinasta árið þannig að það er mjög gaman að hafa komist inn í sama skóla og verða vonandi saman í bekk.“ Það er ekki ódýrt að fara í nám erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og því hafa stelpurnar verið að safna sér fyrir skólanum lengi. „Ég er í þremur vinnum eins og er. Svo tek ég lán frá LÍN. Skólagjöldin úti eru náttúrulega allt önnur en þau sem við þekkjum hérna heima. Við verðum á heimavist fyrstu önnina en svo í janúar ætlum við að finna okkur íbúð og vonandi náum við að spara okkur einhvern pening með því. Styrkurinn sem við fengum kemur sér líka einstaklega vel,“ segir Silja. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld og verða eins fyrr segir á Café Rosenberg á Klapparstígnum. Það kostar aðeins 2.000 krónur inn en það verður engi posi á staðnum. Hljómsveitin Four Leaves Left hitar upp fyrir stelpurnar. Jón Birgir Eiríksson mun spila undir á píanó og Grétar Örn Axelsson verður á gítar ásamt Silju. Stelpurnar munu flytja þekkt lög í bland við frumsamið efni.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira