Bestu vinkonur fá skólastyrk í Hollywood Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2015 11:00 d Silja Rós og Auður flytja til Bandaríkjanna eftir mánuð. Vísir/Stefán Vinkonurnar Auður Finnbogadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir hafa undanfarið ár verið að sækja um í leiklistarskóla um allan heim. Þær komust inn í sama skólann, sem er í Hollywood og munu elta drauminn út þann 25. ágúst næstkomandi. Í kvöld munu þær halda brottfarartónleika á Café Rosenberg til styrktar uppihaldi í borg englanna. „Við komumst báðar inn í The American Academy of Dramatic Arts, sem er elsti academy-leiklistarskólinn í Bandaríkjunum. Þar hafa meðal annars Kim Catrall, Paul Rudd og Grace Kelly lært leiklist. Það voru sjö þúsund manns sem sóttu um skólann í ár en aðeins 130 sem komust inn þannig að við erum alveg í skýjunum. Við fengum líka báðar skólastyrk fyrir áheyrnarprufurnar en það eru aðeins 30 nemendur sem fá hann,“ segir Silja Rós. Alls eru þær þrjár frá Íslandi sem hefja nám í skólanum í haust. Sú þriðja heitir Berta Andrea Snædal og er um þessar mundir að leika í kvikmynd úti í Bandaríkjunum. Silja býst við að þær verði allar saman í bekk. „Okkur gekk öllum mjög vel í prufunum og það er líklegast að við verðum allar saman í bekk. Við Auður vorum búnar að sækja saman um skóla seinasta árið þannig að það er mjög gaman að hafa komist inn í sama skóla og verða vonandi saman í bekk.“ Það er ekki ódýrt að fara í nám erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og því hafa stelpurnar verið að safna sér fyrir skólanum lengi. „Ég er í þremur vinnum eins og er. Svo tek ég lán frá LÍN. Skólagjöldin úti eru náttúrulega allt önnur en þau sem við þekkjum hérna heima. Við verðum á heimavist fyrstu önnina en svo í janúar ætlum við að finna okkur íbúð og vonandi náum við að spara okkur einhvern pening með því. Styrkurinn sem við fengum kemur sér líka einstaklega vel,“ segir Silja. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld og verða eins fyrr segir á Café Rosenberg á Klapparstígnum. Það kostar aðeins 2.000 krónur inn en það verður engi posi á staðnum. Hljómsveitin Four Leaves Left hitar upp fyrir stelpurnar. Jón Birgir Eiríksson mun spila undir á píanó og Grétar Örn Axelsson verður á gítar ásamt Silju. Stelpurnar munu flytja þekkt lög í bland við frumsamið efni. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Vinkonurnar Auður Finnbogadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir hafa undanfarið ár verið að sækja um í leiklistarskóla um allan heim. Þær komust inn í sama skólann, sem er í Hollywood og munu elta drauminn út þann 25. ágúst næstkomandi. Í kvöld munu þær halda brottfarartónleika á Café Rosenberg til styrktar uppihaldi í borg englanna. „Við komumst báðar inn í The American Academy of Dramatic Arts, sem er elsti academy-leiklistarskólinn í Bandaríkjunum. Þar hafa meðal annars Kim Catrall, Paul Rudd og Grace Kelly lært leiklist. Það voru sjö þúsund manns sem sóttu um skólann í ár en aðeins 130 sem komust inn þannig að við erum alveg í skýjunum. Við fengum líka báðar skólastyrk fyrir áheyrnarprufurnar en það eru aðeins 30 nemendur sem fá hann,“ segir Silja Rós. Alls eru þær þrjár frá Íslandi sem hefja nám í skólanum í haust. Sú þriðja heitir Berta Andrea Snædal og er um þessar mundir að leika í kvikmynd úti í Bandaríkjunum. Silja býst við að þær verði allar saman í bekk. „Okkur gekk öllum mjög vel í prufunum og það er líklegast að við verðum allar saman í bekk. Við Auður vorum búnar að sækja saman um skóla seinasta árið þannig að það er mjög gaman að hafa komist inn í sama skóla og verða vonandi saman í bekk.“ Það er ekki ódýrt að fara í nám erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og því hafa stelpurnar verið að safna sér fyrir skólanum lengi. „Ég er í þremur vinnum eins og er. Svo tek ég lán frá LÍN. Skólagjöldin úti eru náttúrulega allt önnur en þau sem við þekkjum hérna heima. Við verðum á heimavist fyrstu önnina en svo í janúar ætlum við að finna okkur íbúð og vonandi náum við að spara okkur einhvern pening með því. Styrkurinn sem við fengum kemur sér líka einstaklega vel,“ segir Silja. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld og verða eins fyrr segir á Café Rosenberg á Klapparstígnum. Það kostar aðeins 2.000 krónur inn en það verður engi posi á staðnum. Hljómsveitin Four Leaves Left hitar upp fyrir stelpurnar. Jón Birgir Eiríksson mun spila undir á píanó og Grétar Örn Axelsson verður á gítar ásamt Silju. Stelpurnar munu flytja þekkt lög í bland við frumsamið efni.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira