Enski boltinn

De Gea um leikinn gegn Liverpool: "100% klár í slaginn"

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea ásamt spænsku leikmönnunum Ander Herrera og Juan Mata á æfingu United í gær.
De Gea ásamt spænsku leikmönnunum Ander Herrera og Juan Mata á æfingu United í gær. vísir/getty
David de Gea, markvörður Manchester United, er klár í slaginn fyrir stórleik helgarinnar, en United mætir Liverpool á Old Trafford í dag. De Gea hefur verið úti í kuldanum hjá Louis van Gaal, stjóra United, í upphafi tímabilsins, en De Gea skrifaði undir nýjan samning við United í gær.

Mikið var rætt og ritað um framtíð De Gea, en á lokadegi félagsskiptagluggans var spænski markvörðurinn við það að ganga í raðir Real Madrid. Það gekk ekki í gegn og verður hann því áfram í herbúðum United. Allar fréttir tengdar málinu má lesa hér neðst í greininni.

„Þetta er frábær tímapunktur til að koma til baka. Við erum á Old Trafford gegn Liverpool - einn af stærstu leikjunum í heiminum og stuðningsmennirnir myndu elska það ef við myndum vinna,” sagði De Gea í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United.

„Ég hef lagt mikið á mig og ég spilaði með landsliðinu. Auðvitað er ég tilbúinn og ég er 100% klár í slaginn. Það voru nóg af slúðri í sumar, en ég lagði mikið á mig og ég er rólegur og ánægður hér. Mig hlakkar til þessa tímabils, að spila vel, vinna leiki og vonandi vinna bikara.”

„Þetta var erfitt sumar, en ég hélt fókus og var alltaf rólegur. Ég æfði vel og mér líður rosalega vel. Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir allan stuðninginn.”

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var spurður út í félagsskiptafárið sem fór í gang á lokadegi félagsskiptagluggans og skaut laufléttum skotum á Real Madrid.

„Ef Madrid hefði borgað uppsett verð og skilað pappírunum á réttum tíma þá hefði hann verið seldur. Allt getur gerst og sérstaklega undir lokin. Ég spurði Ed Woodward (innsk. blm. stjórnarformaður Manchester United) hvort United hefði sent pappírana of seint inn og hann sagði nei,” sagði Van Gaal.

Bæði lið mæta særð til leiks í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport 2/HD. United tapaði gegn Swansea um þar síðustu helgi á meðan Liverpool steinlá gegn West Ham á heimavelli, 3-0. Bæði lið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina.


Tengdar fréttir

De Gea verður ekki seldur í janúar

Manchester United hefur sagt David de Gea, markverði liðsins, að hann sé ekki á leið til Real Madrid í janúar-glugganum, en mikið fíaskó var í kringum de Gea á lokadegi félagsskiptagluggans í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×