Enski boltinn

De Gea búinn að skrifa undir nýjan samning hjá Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Gea á æfingu á dögunum.
De Gea á æfingu á dögunum. Vísir/Getty
Spænski markvörðurinn David De Gea skrifaði skrifaði í dag undir nýjan samning hjá Manchester United en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá félaginu. Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea undanfarna mánuði.

De Gea sem er uppalinn í Madríd var sífellt orðaður við Real Madrid í sumar og voru liðin aðeins hársbreidd frá því að ganga frá sölunni á De Gea til Madrídar en Manchester United hefði auk De Gea fengið markvörðinn Keylor Navas.

De Gea skrifaði í dag undir nýjan samning sem tryggir honum 200 þúsund pund á viku næstu fjögur árin en samningsviðræður tóku skamman tíma.

Guillem Balague, sérfræðingur SkySports um spænska fótboltann, greindi frá því á Twitter-síðu sinni að þrátt fyrir að De Gea hefði skrifað undir nýjan samning væri ekki útilokað að hann myndi ganga til liðs við Real Madrid á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×