Árstíð dropans fer í hönd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2014 09:30 Elsa Lefebvre, Philip Vormwald, Maja Jantar og Angela Rawlings. Gústav Geir vantar á myndina. Mynd/Úr einkasafni „Listamennirnir hafa dvalið hér undanfarnar vikur í alþjóðlegri gestavinnustofu og það sem sameinar þá er að tengja sýninguna svæðinu að miklu leyti,“ segir Gústav Geir Bollason myndlistarmaður um sýningu sem opnuð verður í verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun klukkan 18. Titill sýningrinnar er Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga. Angela Rawlings er sýningarstjóri og hefur fengið til liðs við sig fjóra aðra listamenn. Gústav er einn þeirra, auk þess að hafa umsjón með verksmiðjunni. „Ég er eins og gestalistamaður þó ég sé heimamaður,“ segir hann glaðlega og ætlar meðal annars að setja upp lítinn skúlptúr. Efniviðinn hefur hann tínt upp á berangri. „Strúktúrinn er eins og lítið hús með hvolfþaki og dropi fellur síðan úr þaki niður á steypu. Nú fer í hönd árstíð dropans í verksmiðjunni því í haustrigningum fara vissir staðir á flot. Ég spila á það,“ segir Gustav og lýsir líka verkum hinna listamannanna: „Philip Vormwald er fyrst og fremst teiknari en hann er búinn að gera kvikmynd sem hann tók á Flugsafninu á Akureyri og fjallar um mók í almenningsfarartækjum. Hann telur tækin hafa dáleiðsluáhrif. Elsa Lefebvre er með litskrúðugt rafmagnskerfi, búið til úr hinu og þessu. Það eru viðbrögð hennar við að koma inn í tómt og yfirgefið rými og tilraun til að hemja óttann sem slíkir staðir geta vakið. En það er enginn straumur á verkinu, ákveðin leið til að gefa tæknilegri fullkomnun langt nef. Angela Rawlings heldur utan um sýninguna og er með ritúal sem nær utan um ýmsar sögur sem hún hefur heyrt af staðnum og tengingar við upplifanir hennar á þessu umhverfi og Maja Jantar er tónlistarmaður fyrst og fremst en lagar sig að aðstæðum og gerir líka myndlistarverk úr efniviði sem ekki telst göfugur. Hún notar rauðan þráð sem dýptarmæli í verksmiðjunni.“ Eitt verk segir Gústav frekar kómískt. Þar er verksmiðjan notuð eins og hljóðfæri sem listamennirnir leika á með tilfallandi hlutum. Skyldi það vera þess vegna sem fólk er hvatt til að taka dansskóna með á opnunina, ásamt kvöldskatti og sundfötum? „Já, við viljum ekki missa fólk strax heim heldur fá það til að borða eitthvað saman, dansa og skella sér í pollinn.“ Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Listamennirnir hafa dvalið hér undanfarnar vikur í alþjóðlegri gestavinnustofu og það sem sameinar þá er að tengja sýninguna svæðinu að miklu leyti,“ segir Gústav Geir Bollason myndlistarmaður um sýningu sem opnuð verður í verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun klukkan 18. Titill sýningrinnar er Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga. Angela Rawlings er sýningarstjóri og hefur fengið til liðs við sig fjóra aðra listamenn. Gústav er einn þeirra, auk þess að hafa umsjón með verksmiðjunni. „Ég er eins og gestalistamaður þó ég sé heimamaður,“ segir hann glaðlega og ætlar meðal annars að setja upp lítinn skúlptúr. Efniviðinn hefur hann tínt upp á berangri. „Strúktúrinn er eins og lítið hús með hvolfþaki og dropi fellur síðan úr þaki niður á steypu. Nú fer í hönd árstíð dropans í verksmiðjunni því í haustrigningum fara vissir staðir á flot. Ég spila á það,“ segir Gustav og lýsir líka verkum hinna listamannanna: „Philip Vormwald er fyrst og fremst teiknari en hann er búinn að gera kvikmynd sem hann tók á Flugsafninu á Akureyri og fjallar um mók í almenningsfarartækjum. Hann telur tækin hafa dáleiðsluáhrif. Elsa Lefebvre er með litskrúðugt rafmagnskerfi, búið til úr hinu og þessu. Það eru viðbrögð hennar við að koma inn í tómt og yfirgefið rými og tilraun til að hemja óttann sem slíkir staðir geta vakið. En það er enginn straumur á verkinu, ákveðin leið til að gefa tæknilegri fullkomnun langt nef. Angela Rawlings heldur utan um sýninguna og er með ritúal sem nær utan um ýmsar sögur sem hún hefur heyrt af staðnum og tengingar við upplifanir hennar á þessu umhverfi og Maja Jantar er tónlistarmaður fyrst og fremst en lagar sig að aðstæðum og gerir líka myndlistarverk úr efniviði sem ekki telst göfugur. Hún notar rauðan þráð sem dýptarmæli í verksmiðjunni.“ Eitt verk segir Gústav frekar kómískt. Þar er verksmiðjan notuð eins og hljóðfæri sem listamennirnir leika á með tilfallandi hlutum. Skyldi það vera þess vegna sem fólk er hvatt til að taka dansskóna með á opnunina, ásamt kvöldskatti og sundfötum? „Já, við viljum ekki missa fólk strax heim heldur fá það til að borða eitthvað saman, dansa og skella sér í pollinn.“
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira