Wozniacki gleymdi ávísun upp á 173 milljónir króna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2014 21:45 Vísir/Getty Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál. Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál.
Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00
Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20