Hatursfull umræða gegn múslimum Snærós Sindradóttir skrifar 5. júní 2014 00:01 Vísir/HAG Opinber umræða á Íslandi hefur oft einkennst af öfgafullum staðalímyndum um múslima. Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. Hér á eftir fara nokkur ummæli um múslima í opinberri umræðu: „Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum“Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, 10. júlí 2013 í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Múslimar koma frá öðrum heimi, þetta eru tveir ólíkir heimar og það þýðir ekkert að blanda þeim saman, þeir eiga bara að fá að vera í friði hvor fyrir öðrum.“Guðmundur Franklín, 12. september 2011 í viðtali við DV.Saga múslima á Íslandi. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.„Menning kristinna manna og múslima er með öllu ósættanleg og verður alltaf.“Ársæll Þórðarson í grein í Morgunblaðinu 20. desember 2013. „Múslimar í Svíþjóð eru 95 prósent á Féló og eru til vandræða, nauðga sænskum stúlkum, fremja heiðursmorð, brenna bíla, leikskóla, skóla, hælisleitendur, ræna gamla fólkið og fólk í hjólastólum.“Óskar Bjarnason 3. júní 2014 á Facebook-síðunni Mótmælum mosku á Íslandi. „Íslam er einungis að litlu leyti trú, en réttara er að lýsa því sem heildstæðu kúgandi pólitísku stjórnkerfi sem tekur til allra þátta mannlífsins… Að halda að jihad muni ekki fylgja moskum á Íslandi er hreinn og beinn barnaskapur.“Ásgeir Ægisson í grein í Morgunblaðinu 10. ágúst 2013. Súnnítar á Íslandi í tveimur félögum Bæði trúfélög múslima á Íslandi aðhyllast súnní-sið en súnnítar skipa mikinn meirihluta múslima í heiminum. Ágreiningur á milli trúfélaganna tveggja er því ekki beint trúarlegs eðlis. Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefur látið hafa eftir sér að Menningarsetur múslima á Íslandi séu öfgafyllri samtök en Félag múslima á Íslandi. „Ég þurfti að senda þá frá félaginu okkar því ég þoli ekki neikvæðni. Við erum bjartsýnisfólk og ef það er eitthvað að þá leysum við það en ekki með neinni neikvæðni,“ segir Salmann um forsvarsmenn Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi.Vísir/VilhelmSvínshöfuð til vanhelgunar Þann 27. nóvember í fyrra dreifðu óprúttnir aðilar blóðugum svínshöfðum á lóðina við Sogamýri sem Félagi múslima á Íslandi hafði verið úthlutað undir mosku. Einnig var rifnum blaðsíðum úr Kóraninum dreift og rauðri málningu eða blóði slett á þær. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hirtu svínshöfuðin og blaðsíðurnar og förguðu þeim, að viðstaddri lögreglu. Í kjölfarið steig maður fram í fjölmiðlum og lýsti sig, og þrjá aðra menn, ábyrga fyrir dreifingunni. Hann var í kjölfarið kallaður í skýrslutöku. Lögregla segir nú að ekkert hafi komið út úr rannsókn málsins og það hafi aldrei verið sent ákærusviði lögreglunnar. Málinu er því lokið án þess að niðurstaða fáist í það eða einhver verði sóttur til saka. Tengdar fréttir Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu. 29. maí 2014 13:42 Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26 Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 „Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Opinber umræða á Íslandi hefur oft einkennst af öfgafullum staðalímyndum um múslima. Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. Hér á eftir fara nokkur ummæli um múslima í opinberri umræðu: „Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum“Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, 10. júlí 2013 í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Múslimar koma frá öðrum heimi, þetta eru tveir ólíkir heimar og það þýðir ekkert að blanda þeim saman, þeir eiga bara að fá að vera í friði hvor fyrir öðrum.“Guðmundur Franklín, 12. september 2011 í viðtali við DV.Saga múslima á Íslandi. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.„Menning kristinna manna og múslima er með öllu ósættanleg og verður alltaf.“Ársæll Þórðarson í grein í Morgunblaðinu 20. desember 2013. „Múslimar í Svíþjóð eru 95 prósent á Féló og eru til vandræða, nauðga sænskum stúlkum, fremja heiðursmorð, brenna bíla, leikskóla, skóla, hælisleitendur, ræna gamla fólkið og fólk í hjólastólum.“Óskar Bjarnason 3. júní 2014 á Facebook-síðunni Mótmælum mosku á Íslandi. „Íslam er einungis að litlu leyti trú, en réttara er að lýsa því sem heildstæðu kúgandi pólitísku stjórnkerfi sem tekur til allra þátta mannlífsins… Að halda að jihad muni ekki fylgja moskum á Íslandi er hreinn og beinn barnaskapur.“Ásgeir Ægisson í grein í Morgunblaðinu 10. ágúst 2013. Súnnítar á Íslandi í tveimur félögum Bæði trúfélög múslima á Íslandi aðhyllast súnní-sið en súnnítar skipa mikinn meirihluta múslima í heiminum. Ágreiningur á milli trúfélaganna tveggja er því ekki beint trúarlegs eðlis. Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefur látið hafa eftir sér að Menningarsetur múslima á Íslandi séu öfgafyllri samtök en Félag múslima á Íslandi. „Ég þurfti að senda þá frá félaginu okkar því ég þoli ekki neikvæðni. Við erum bjartsýnisfólk og ef það er eitthvað að þá leysum við það en ekki með neinni neikvæðni,“ segir Salmann um forsvarsmenn Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi.Vísir/VilhelmSvínshöfuð til vanhelgunar Þann 27. nóvember í fyrra dreifðu óprúttnir aðilar blóðugum svínshöfðum á lóðina við Sogamýri sem Félagi múslima á Íslandi hafði verið úthlutað undir mosku. Einnig var rifnum blaðsíðum úr Kóraninum dreift og rauðri málningu eða blóði slett á þær. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hirtu svínshöfuðin og blaðsíðurnar og förguðu þeim, að viðstaddri lögreglu. Í kjölfarið steig maður fram í fjölmiðlum og lýsti sig, og þrjá aðra menn, ábyrga fyrir dreifingunni. Hann var í kjölfarið kallaður í skýrslutöku. Lögregla segir nú að ekkert hafi komið út úr rannsókn málsins og það hafi aldrei verið sent ákærusviði lögreglunnar. Málinu er því lokið án þess að niðurstaða fáist í það eða einhver verði sóttur til saka.
Tengdar fréttir Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu. 29. maí 2014 13:42 Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26 Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 „Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu. 29. maí 2014 13:42
Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26
Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
„Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42