Enski boltinn

Mónakó og Chelsea berjast aftur um framherja

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Costa hefur verið magnaður í vetur
Costa hefur verið magnaður í vetur vísir/getty
Svo gæti farið að Chelsea þurfi að horfa á eftir framherja til franska liðsins Mónakó annað sumarið í röð á komandi sumri. Mónakó er tilbúið að berjast við Cheslea um Diego Costa hjá Atletico Madrid.

Mónakó getur boðið laun í skattfrjálsu umhverfi sem Chelsea getur ekki keppt við. Franskir fjölmiðlar greina frá því að Mónakó sé bæði tilbúið að bjóða betur en 40 milljón punda í Costa og bjóða leikmanninum 150.000 pund á viku.

Mónakó landaði Radamel Falcao síðasta sumar eftir að Chelsea hafði reynt að kaupa hann frá Atletico.

Rússinn Dmitry Ryboloviev er peningamaðurinn á bakvið Mónakó og Chelsea getur ekki eytt eins miklum peningum og þarf án þess að selja á móti. Sanngirnisreglur UEFA í fjármálum segja að Chelsea þurfi að koma út á sléttu á þessu ári eftir að hafa tapað 49,4 milljónum punda á síðustu leiktíð.

Mónakó er því í kjörstöðu til að næla í annan framherja sem Jose Mourinho langar í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×