Fótbolti

Grétar Rafn með Van Persie og Van Gaal á vellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson er í góðum félagsskap á leik Vitesse og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Meðfylgjandi mynd birtist af honum á Twitter í morgun en þar er hann með þeim Louis van Gaal, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, og Robin van Persie, leikmanni Manchester United. Van Persie á við meiðsli að stríða og er í endurhæfingu í Hollandi.

Grétar Rafn lék undir stjórn van Gaal hjá AZ Alkmaar á sínum tíma en hann starfar nú sem umboðsmaður knattspyrnumanna.

Þess má geta að Kolbeinn Sigþórsson er í byrjunarliði Ajax í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×