Fótbolti

Van Persie sá Kolbein skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ajax gaf aðeins eftir í titilbarátttunni í Hollandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Vitesse í dag.

Bertrand Traore kom Vitesse yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Kolbeinn Sigþórsson jafnaði metin fyrir Ajax í upphafi síðari hálfleiks.

Markið var laglegt en Kolbeinn skoraði með öruggu skoti eftir góðan sprett upp völlinn. Kolbeinn var svo tekinn af velli á 78. mínútu en þetta var tíunda mark hans í deildinni í vetur.

Ajax er á toppi deildarinnar með 66 stig og sex stiga forystu á Feyenoord. Twente kemur næst með 56 stig og Vitesse er í fjórða sæti með 54 stig.

Þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu og staðan því vænleg fyrir Kolbein og félaga.

Robin van Persie, leikmaður Manchester United, var meðal áhorfenda á leiknum. Hann var í góðum félagsskap með þeim Louis van Gaal, landsliðsþjálfara Hollands, og Grétari Rafni Steinssyni, fyrrum landsliðsmanni Íslands og umboðsmanni knattspyrnumanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×