Erlent

Móðir drengsins ákærð fyrir morð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikaeel Kular fannst látinn á föstudagskvöld.
Mikaeel Kular fannst látinn á föstudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP
Lík Mikaeels Kular, þriggja ára skosk drengs, fannst um helgina en nú hefur móðir drengsins verið ákærð fyrir morð. Frá þessu er greint á vefsíðu Sky News í gærkvöldi.

Móðirin tilkynnti um hvarf drengsins á fimmtudaginn í síðustu viku og hófst þá strax umfangsmikil leit.

Lík drengsins fannst síðan seint á föstudagskvöldið í Edinborg og var móðir hans í framhaldinu sett í gæsluvarðhald.

Hún hefur nú verið ákærð fyrir morð og að hindra framgang réttlætis.

Hún verður í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Málið verður tekið fyrir þann 28. janúar. Lögreglan staðfesti um helgina að móðir drengsins hefði verið sett í gæsluvarðhaldi, grunuð um að verða syni sínum að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×