Ísland liggur vel fyrir alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2014 13:38 Yfirmaður félags skipaeigenda í Noregi telur Ísland vel staðsett fyrir alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn gefa ekkert eftir í makríldeilunni. vísir/svavar Stærsta norðurslóðaráðstefna sem haldin hefur verið fer nú fram í Tromsö í Noregi og telja menn þar að Ísland gæti verið ákjósanlegur staður fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Sjávarútvegsráðherra Noregs er hins vegar fastur fyrir í makríldeilunni. Norðurslóðaráðstefnan Artic Frontiers fer nú fram í Tromsö í Noregi og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefna sem þessi er haldin og er hún sú stærsta sem haldin hefur verið, með um þúsund fulltrúum frá 35 löndum. Svavar Hávarðsson blaðamaður hjá 365 fylgist með ráðstefnunni ytra. Hann segir aðal viðfangsefnið vera fólk á norðurslóðum og þá sérstaklega heilsufar og nýting auðlinda. En makríldeila Íslendinga og Norðmanna bar einnig á góma í ræðum Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Elísabetar Aspaker sjávarútvegsráðherra Norðmanna. „Þau komu hér í pontu hvort á fætur öðru og Gunnar Bragi minnti náttúrlega á það að makríllinn er í okkar lögsögu í þrjá mánuði á ári og étur sig feitan þar, eða um tvær milljónir tonna. En Aspaker lagði mikla áherslu á þá grundvallarhugsun Norðmanna að makríllinn væri stofn sem væri meirihlutan af hverju ári í norskri lögsögu og þess vegna myndu þeirri ekki hnika neitt frá því grundvallarsjónarmiði sínu að veiði á stofninum yrði deilt á þeirra forsendum,“ segir Svavar. Það sé því ekki ástæða til bjartsýni á samningafundi í makríldeilunni sem fram fer á morgun. Evrópusambandið hefur fyrir sitt leiti samþykkt 12 prósent af veiðunum til Íslendinga, en Norðmenn telja það allt of mikið. „Ég held að það hafi ekki farið á milli mála að það sé óaðgengilegt varðandi Norðmennina. Alla vega tala þeir á þeim nótum,“ segir Svavar. Utanríkisráðherra mælti fyrir því að alþjóðleg björgunarmiðstöð yrði staðsett á Íslandi í samstarfi við ríki á norðurslóðum og Atlantshafsbandalagið, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi þessa hugmynd við Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóra NATO í haust. Svavar ræddi þessi mál við Sturlu Hendriksen sem er yfir félagi skipaeigenda í Noregi. „Og hann tók undir það mjög sterkt að staðsetning Íslands væri með þeim hætti að því myndi fylgja miklir möguleikar fyrir Íslendinga. Það væri ekki bara varðandi bjögunarmálin heldur líka fyrir viðskipti og alþjóðlegar siglingar. Hann taldi mjög raunhæft, eins og Gunnar Bragi minnti á, að byggja upp aðstöðu fyrir leit og björgun á Íslandi og hafnir fyrir viðskipti,“ sagði Svavar Hávarðsson blaðamaður sem staddur er á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í Noregi. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Stærsta norðurslóðaráðstefna sem haldin hefur verið fer nú fram í Tromsö í Noregi og telja menn þar að Ísland gæti verið ákjósanlegur staður fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Sjávarútvegsráðherra Noregs er hins vegar fastur fyrir í makríldeilunni. Norðurslóðaráðstefnan Artic Frontiers fer nú fram í Tromsö í Noregi og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefna sem þessi er haldin og er hún sú stærsta sem haldin hefur verið, með um þúsund fulltrúum frá 35 löndum. Svavar Hávarðsson blaðamaður hjá 365 fylgist með ráðstefnunni ytra. Hann segir aðal viðfangsefnið vera fólk á norðurslóðum og þá sérstaklega heilsufar og nýting auðlinda. En makríldeila Íslendinga og Norðmanna bar einnig á góma í ræðum Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Elísabetar Aspaker sjávarútvegsráðherra Norðmanna. „Þau komu hér í pontu hvort á fætur öðru og Gunnar Bragi minnti náttúrlega á það að makríllinn er í okkar lögsögu í þrjá mánuði á ári og étur sig feitan þar, eða um tvær milljónir tonna. En Aspaker lagði mikla áherslu á þá grundvallarhugsun Norðmanna að makríllinn væri stofn sem væri meirihlutan af hverju ári í norskri lögsögu og þess vegna myndu þeirri ekki hnika neitt frá því grundvallarsjónarmiði sínu að veiði á stofninum yrði deilt á þeirra forsendum,“ segir Svavar. Það sé því ekki ástæða til bjartsýni á samningafundi í makríldeilunni sem fram fer á morgun. Evrópusambandið hefur fyrir sitt leiti samþykkt 12 prósent af veiðunum til Íslendinga, en Norðmenn telja það allt of mikið. „Ég held að það hafi ekki farið á milli mála að það sé óaðgengilegt varðandi Norðmennina. Alla vega tala þeir á þeim nótum,“ segir Svavar. Utanríkisráðherra mælti fyrir því að alþjóðleg björgunarmiðstöð yrði staðsett á Íslandi í samstarfi við ríki á norðurslóðum og Atlantshafsbandalagið, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi þessa hugmynd við Anders Fogh Rasmussen framkvæmdastjóra NATO í haust. Svavar ræddi þessi mál við Sturlu Hendriksen sem er yfir félagi skipaeigenda í Noregi. „Og hann tók undir það mjög sterkt að staðsetning Íslands væri með þeim hætti að því myndi fylgja miklir möguleikar fyrir Íslendinga. Það væri ekki bara varðandi bjögunarmálin heldur líka fyrir viðskipti og alþjóðlegar siglingar. Hann taldi mjög raunhæft, eins og Gunnar Bragi minnti á, að byggja upp aðstöðu fyrir leit og björgun á Íslandi og hafnir fyrir viðskipti,“ sagði Svavar Hávarðsson blaðamaður sem staddur er á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í Noregi.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira