Sport

Gunnar mætti Akhmedov og stóð á höndum | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunar Nelson og Omari Akhmedov stilla sér upp fyrir ljósmyndarana í kvöld.
Gunar Nelson og Omari Akhmedov stilla sér upp fyrir ljósmyndarana í kvöld. Vísir/Getty
Gunnar Nelson mætti Rússanum Omari Akhmedov í kvöld á opinni æfingu í One Embankment-sýningarhúsinu í London en kapparnir berjast á UFC-kvöldi í O2-höllinni á laugardaginn.

Bardagakapparnir voru pollrólegir þegar þeir stilltu sér upp fyrir ljósmyndarana. Hnefar voru á lofti eins og venjan er en annars fór allt sómasamlega fram.

Gunnar tók svo létta æfingu þar sem hann lék á alls oddi og reyndi meðal annars að standa á höndum. Stríðsmaðurinn léttur í lund þrátt fyrir að stærsti bardagi ferilsins sé handan við hornið.

Bardagi Gunnars Nelson og Omari Akhmedov fer fram á laugardagskvöldið og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allir bardagar Gunnars næstu þrjú árin.

Hér að neðan má sjá magnaðar myndir frá opnu æfingunni í kvöld og ljóst að stressið er ekki að fara með okkar mann.

Gunnar yfirvegaður í búrinu í kvöld.Vísir/Getty
Liðugur, strákurinn.Vísir/Getty
Væntanlega ekki margar UFC-stjörnur sem bjóða upp á svona á opnum æfingum.Vísir/Getty
Takk fyrir mig.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
MMA

Tengdar fréttir

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov

Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Síðasta æfing Gunnars á Íslandi

Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi.

Gunnar í sínu besta formi

Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars

Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans?

Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar

Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Gaf 300 aðdáendum eiginhandaáritun

Framundan er þriðji UFC-bardagi Gunnars Nelson en hann berst við Rússann Omari Akhmedov í O2-höllinni í London á laugardaginn.

Greining á styrkleikum og veikleikum Gunnars

Eins og landsmönnum er kunnugt um mætir Gunnar Nelson aftur í búrið næstkomandi laugardag þegar hann berst við hinn rússneska Omari Akhmedov. Bardaginn fer fram í O2 Arena í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! En hverjir eru styrkleikar og veikleikar Gunnars?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×