Sport

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Vefmiðillinn MMA fréttir birtir hér myndband af undirbúningi Gunnars fyrir bardagann. Í myndbandinu ræðir Gunnar um reynsluna sem hann fékk úr síðasta bardaga og æfingarnar á síðustu vikum. Einnig koma fyrir þeir John Kavanagh (yfirþjálfari Gunnars), Jón Viðar Arnþórsson (formaður Mjölnis), Haraldur Dean Nelson (framkvæmdastjóri Mjölnis og faðir og umboðsmaður Gunnars) og írsku bardagamennirnir Cathal Pendred og James Gallagher. Þeir ræða frammistöðu Gunnars á æfingum og gefa sína spá fyrir bardagann.

Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.


Tengdar fréttir

Síðasta æfing Gunnars á Íslandi

Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi.

Gunnar í sínu besta formi

Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars

Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×