Uppbótartíminn: Óskari Zoega líður mjög vel í Herjólfsdalnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. júlí 2014 14:45 Vísir/Arnþór Elleftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus þegar mótið er hálfnað en eru aðeins sex stigum á undan KR sem hefur tapað fjórum leikjum. Á sama tíma er baráttan að harðna á botni deildarinnar þar sem aðeins fjögur stig skilja að tólfta sæti og sjöunda. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir 2 - 0 FramÍBV 4 - 2 FjölnirStjarnan 4 - 2 FHValur 1 - 2 BreiðablikVíkingur R. 3 - 1 KeflavíkÞór 2 - 0 KRMynd/VísirGóð umferð fyrir ...Aron Elís Þrándarson, Víking R. Aron Elís Þrándarson átti stórleik í 3-1 sigri Víkings á Keflavík í gær en Aron skoraði bæði mörk Víkings í leiknum og lagði það þriðja upp. Aron Elís sýndi í gær afhverju hann er talinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, skoraði á fótboltaáhugamenn á Íslandi á fótboltaáhugamenn að sjá þennan góða leikmann spila á meðan hann væri ennþá að leika á Íslandi.Jonathan Glenn, ÍBV Jonathan Glenn var gagnrýndur í upphafi móts en eftir að hafa skorað tvö mörk í sigri ÍBV á Fjölni er hann skyndilega orðinn meðal markahæstu manna deildarinnar. Er með mark að meðaltali í leik í síðustu sjö leikjum og er gríðarlega mikilvægur þessu ÍBV liði. Hefur sýnt fjölbreytileika í mörkum sínum og virðist vera af fyrra marki sínu gegn Fjölni óhræddur við að fara upp í skallaeinvígi gegn markmönnum og hefur verið að hafa betur.Pál Viðar Gíslason, Þór Þórsarar komu flestum á óvart með 2-0 sigri á Íslandsmeisturunum fyrir norðan. Þór hafði aðeins unnið einn leik í Pepsi-deildinni fram að leiknum gegn KR sem kom fyrir tæplega tveimur mánuðum og hafði Páll legið undir töluverðri gagnrýni sem hann ræddi um í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hafði hinsvegar fulla trú á að leikmenn liðsins gætu snúið taflinu við líkt og þeir gerðu í glæsilegum sigri á KR.Vísir/GettyErfið umferð fyrirBjarna Guðjónsson, þjálfara Fram Bjarni reyndi að hressa upp á leik Fram með róttækum breytingum á byrjunarliðinu en allt kom fyrir ekkert. Liðið tapaði 2-0 fyrir Fylkisliði sem hafði ekki unnið leik í tæplega tvo mánuði. Á rúmlega viku hefur liðið fallið úr bikarnum, undankeppni Evrópudeildarinnar og sogast niður í fallsæti í Pepsi deildinni. Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og spurning er hvort Bjarni neyðist til að styrkja liðið sem hefur ekki litið vel út undanfarnar vikur.Kjartan Henry Finnbogason, KR Kjartan Henry Finnbogason átti erfiðan dag í 2-0 tapi gegn Þór á fimmtudaginn. Kjartan Henry byrjaði á varamannabekknum en kom inná þegar hálftími var eftir af leiknum og hann átti aldeilis eftir að koma við sögu. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum virtist Kjartan Henry stíga ofan á Atla Jens Albertsson, leikmann Þórs sem fór meiddur af velli stuttu síðar. Kjartan Henry fékk síðar í leiknum dauðafæri til þess að minnka muninn af vítapunktinum en skaut hátt yfir markið.Ágúst Þór Gylfason, FjölniEnn eitt tapið hjá Fjölni sem hefur ekki tekist að vinna leik frá því í annarri umferðinni. Mikið var gert úr því að Fjölnir væri taplaust eftir sex umferðir en liðinu hefur ekki tekist að tryggja sér þrjú stig frá því áttunda maí. Fyrir vikið hefur liðið sogast niður í fallbaráttuna og ljóst er að Ágúst þarf að stappa stálinu í sína menn.Mynd/VísirTölfræðin: Víkingur hefur aðeins tapað einum leik með Aron Elís í byrjunarliðinu af sjö á þessu ári. Aron Elís var meiddur í upphafi móts og kom inn af bekknum í fyrstu leikjunum en frá því að hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu gegn Þór hefur Víkingur unnið fimm leiki í deild og einn í bikar og aðeins tapað fyrir KR í deildinni. Fram sem hefur undanfarnar vikur sogast niður í botnbaráttuna hefur einungis tekist að ná í þrjú stig úr fimm leikjum á útivelli. Eini sigur liðsins kom fyrir mánuði síðan gegn Fjölni en liðið tapaði mikilvægum leik gegn Fylki í gær. KR-liðið hefur tapað oftar í fyrstu 11 leikjum sínum í ár en í fyrstu 11 leikjunum í síðustu þremur titilvörnum sínum (2003, 2004 og 2012). Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum síðan þeir unnu ÍA í fyrstu umferð 2002. Þórsliðið var búið að tapa fimm leikjum í röð á móti liði í titilvörn. Víkingur er búinn að vinna jafnmarga leiki í fyrri umferðinni og samtals í síðustu tvö skiptin sem liðið var uppi(3 leikir 2007 og 3 leikir 2011). Þórsarar héldu marki sínu hreinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar en Akureyrarliðið var búið að fá á sig tvö mörk eða fleiri í 6 af 10 fyrstu leikjum sínum. KR-liðið hefur klikkað á þremur síðustu vítaspyrnum sínum í Pepsi-deildinni en hafði fyrir þær aðeins mistekist að skora úr 1 af 21 víti í efstu deild á árunum 2009 til 2013.Mynd/VísirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Óskar Zoega heldur boltanum úti við hornfánann en fáninn er gríðarlega nálægt Herjólfsdalnum en þar líður Óskari mjög vel.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Finnur Kolbeinsson var að fá sér sæti í stúkunni með kaffibolla í hendi. Besti maður Íslandsmótsins 2001 og hefur ekkert breyst.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Guðmundur Torfason er meðal áhorfenda. Hann skartar glæsilegum sólgleraugum en er samt auðþekkjanlegur.Hæstu og lægstu einkunnir: Shawn Nicklaw, Þór - 8 Aron Elís Þrándarson, Víking - 8 Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðablik - 8 Jonathan Glenn, ÍBV - 8 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni - 8 Matarr Jobe, Val - 3Mynd/VísirUmræðan á #Pepsi365:Markið hjá Elfari Árna í kvöld fallegasta markið það sem af er sumri að mínu mati. Þvílíkur kraftur. #Pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) July 14, 2014 Aron Elís klárlega maður fyrrihluta móts! #pepsi365 #fotbolti #strakurinneraðyfirgefaokkurislendinga— Einína Sif (@EininaSif) July 14, 2014 Jonathan Glenn búinn að troða sokk uppí mig eftir lélega byrjun.. #pepsi365 #fotbolti— Diddi Vídó (@DiddiVido) July 14, 2014 Langt síðan ég hef séð lið pressa jafn vel og skipulega og Blikar gerðu í kvöld. Flott útfærsla. #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 14, 2014 Eiga menn ekki frekar bara hætta með fjórða dómara á TV-leikjum ef það er of dýrt? #kómedía #pepsi365 #mismunun?— Anton Ingi Leifsson (@antonleifs) July 14, 2014 Sit hérna með Víði Þorvarðar; hann roðnaði alveg svakalega þegar hann sá sjálfan sig á skjánum, besta markið #pepsi365— Stefán Snær Stefánss (@stefansnaer) July 14, 2014 Mjölnismenn fóru til Keflavíkur og Í Kaplakrika og áttu stúkuna alfarid. Svo er ekki einu sinni minnst á þá í Pepsi #skita #pepsi365— Hafþór Már Vignisson (@Haftorv) July 14, 2014 K. Henry er Suarez íslenska boltans! #óheiðarleiki #pepsi365— Ingólfur Birgir (@IngolfurBirgir) July 14, 2014 Flottasta mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Öll mörk 10. umferðar: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - KR 2-0 | Sjáðu mörkin sem felldu KR-inga Þórsarar fóru á kostum gegn KR og skelltu Íslandsmeisturnum með 2-0 sigri á heimavelli. 10. júlí 2014 11:03 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Keflavík 3-1 | Víkingur í toppbaráttuna Víkingur lagði Keflavík 3-1 í skemmtilegum og góðum fótboltaleik í Víkinni í kvöld í uppgjöri spútnikliða Pepsí deildar karla. 14. júlí 2014 14:51 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 1-2 | Tveir sigrar í röð hjá Blikum Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. 14. júlí 2014 14:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 2-2 | FH heldur toppsætinu Stjarnan og FH skildu jöfn, 2-2, í uppgjöri efstu liða Pepsi-deildarinnar á Samsung-vellinum í dag. 13. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fjölnir 4-2 | Fyrsti heimasigur Eyjamanna ÍBV skaut sér upp í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fjölni í Eyjum. 13. júlí 2014 00:01 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Elleftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH og Stjarnan eru enn taplaus þegar mótið er hálfnað en eru aðeins sex stigum á undan KR sem hefur tapað fjórum leikjum. Á sama tíma er baráttan að harðna á botni deildarinnar þar sem aðeins fjögur stig skilja að tólfta sæti og sjöunda. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fylkir 2 - 0 FramÍBV 4 - 2 FjölnirStjarnan 4 - 2 FHValur 1 - 2 BreiðablikVíkingur R. 3 - 1 KeflavíkÞór 2 - 0 KRMynd/VísirGóð umferð fyrir ...Aron Elís Þrándarson, Víking R. Aron Elís Þrándarson átti stórleik í 3-1 sigri Víkings á Keflavík í gær en Aron skoraði bæði mörk Víkings í leiknum og lagði það þriðja upp. Aron Elís sýndi í gær afhverju hann er talinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, skoraði á fótboltaáhugamenn á Íslandi á fótboltaáhugamenn að sjá þennan góða leikmann spila á meðan hann væri ennþá að leika á Íslandi.Jonathan Glenn, ÍBV Jonathan Glenn var gagnrýndur í upphafi móts en eftir að hafa skorað tvö mörk í sigri ÍBV á Fjölni er hann skyndilega orðinn meðal markahæstu manna deildarinnar. Er með mark að meðaltali í leik í síðustu sjö leikjum og er gríðarlega mikilvægur þessu ÍBV liði. Hefur sýnt fjölbreytileika í mörkum sínum og virðist vera af fyrra marki sínu gegn Fjölni óhræddur við að fara upp í skallaeinvígi gegn markmönnum og hefur verið að hafa betur.Pál Viðar Gíslason, Þór Þórsarar komu flestum á óvart með 2-0 sigri á Íslandsmeisturunum fyrir norðan. Þór hafði aðeins unnið einn leik í Pepsi-deildinni fram að leiknum gegn KR sem kom fyrir tæplega tveimur mánuðum og hafði Páll legið undir töluverðri gagnrýni sem hann ræddi um í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hafði hinsvegar fulla trú á að leikmenn liðsins gætu snúið taflinu við líkt og þeir gerðu í glæsilegum sigri á KR.Vísir/GettyErfið umferð fyrirBjarna Guðjónsson, þjálfara Fram Bjarni reyndi að hressa upp á leik Fram með róttækum breytingum á byrjunarliðinu en allt kom fyrir ekkert. Liðið tapaði 2-0 fyrir Fylkisliði sem hafði ekki unnið leik í tæplega tvo mánuði. Á rúmlega viku hefur liðið fallið úr bikarnum, undankeppni Evrópudeildarinnar og sogast niður í fallsæti í Pepsi deildinni. Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og spurning er hvort Bjarni neyðist til að styrkja liðið sem hefur ekki litið vel út undanfarnar vikur.Kjartan Henry Finnbogason, KR Kjartan Henry Finnbogason átti erfiðan dag í 2-0 tapi gegn Þór á fimmtudaginn. Kjartan Henry byrjaði á varamannabekknum en kom inná þegar hálftími var eftir af leiknum og hann átti aldeilis eftir að koma við sögu. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum virtist Kjartan Henry stíga ofan á Atla Jens Albertsson, leikmann Þórs sem fór meiddur af velli stuttu síðar. Kjartan Henry fékk síðar í leiknum dauðafæri til þess að minnka muninn af vítapunktinum en skaut hátt yfir markið.Ágúst Þór Gylfason, FjölniEnn eitt tapið hjá Fjölni sem hefur ekki tekist að vinna leik frá því í annarri umferðinni. Mikið var gert úr því að Fjölnir væri taplaust eftir sex umferðir en liðinu hefur ekki tekist að tryggja sér þrjú stig frá því áttunda maí. Fyrir vikið hefur liðið sogast niður í fallbaráttuna og ljóst er að Ágúst þarf að stappa stálinu í sína menn.Mynd/VísirTölfræðin: Víkingur hefur aðeins tapað einum leik með Aron Elís í byrjunarliðinu af sjö á þessu ári. Aron Elís var meiddur í upphafi móts og kom inn af bekknum í fyrstu leikjunum en frá því að hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu gegn Þór hefur Víkingur unnið fimm leiki í deild og einn í bikar og aðeins tapað fyrir KR í deildinni. Fram sem hefur undanfarnar vikur sogast niður í botnbaráttuna hefur einungis tekist að ná í þrjú stig úr fimm leikjum á útivelli. Eini sigur liðsins kom fyrir mánuði síðan gegn Fjölni en liðið tapaði mikilvægum leik gegn Fylki í gær. KR-liðið hefur tapað oftar í fyrstu 11 leikjum sínum í ár en í fyrstu 11 leikjunum í síðustu þremur titilvörnum sínum (2003, 2004 og 2012). Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum síðan þeir unnu ÍA í fyrstu umferð 2002. Þórsliðið var búið að tapa fimm leikjum í röð á móti liði í titilvörn. Víkingur er búinn að vinna jafnmarga leiki í fyrri umferðinni og samtals í síðustu tvö skiptin sem liðið var uppi(3 leikir 2007 og 3 leikir 2011). Þórsarar héldu marki sínu hreinu í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar en Akureyrarliðið var búið að fá á sig tvö mörk eða fleiri í 6 af 10 fyrstu leikjum sínum. KR-liðið hefur klikkað á þremur síðustu vítaspyrnum sínum í Pepsi-deildinni en hafði fyrir þær aðeins mistekist að skora úr 1 af 21 víti í efstu deild á árunum 2009 til 2013.Mynd/VísirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Óskar Zoega heldur boltanum úti við hornfánann en fáninn er gríðarlega nálægt Herjólfsdalnum en þar líður Óskari mjög vel.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Finnur Kolbeinsson var að fá sér sæti í stúkunni með kaffibolla í hendi. Besti maður Íslandsmótsins 2001 og hefur ekkert breyst.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Guðmundur Torfason er meðal áhorfenda. Hann skartar glæsilegum sólgleraugum en er samt auðþekkjanlegur.Hæstu og lægstu einkunnir: Shawn Nicklaw, Þór - 8 Aron Elís Þrándarson, Víking - 8 Elfar Árni Aðalsteinsson, Breiðablik - 8 Jonathan Glenn, ÍBV - 8 Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni - 8 Matarr Jobe, Val - 3Mynd/VísirUmræðan á #Pepsi365:Markið hjá Elfari Árna í kvöld fallegasta markið það sem af er sumri að mínu mati. Þvílíkur kraftur. #Pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) July 14, 2014 Aron Elís klárlega maður fyrrihluta móts! #pepsi365 #fotbolti #strakurinneraðyfirgefaokkurislendinga— Einína Sif (@EininaSif) July 14, 2014 Jonathan Glenn búinn að troða sokk uppí mig eftir lélega byrjun.. #pepsi365 #fotbolti— Diddi Vídó (@DiddiVido) July 14, 2014 Langt síðan ég hef séð lið pressa jafn vel og skipulega og Blikar gerðu í kvöld. Flott útfærsla. #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 14, 2014 Eiga menn ekki frekar bara hætta með fjórða dómara á TV-leikjum ef það er of dýrt? #kómedía #pepsi365 #mismunun?— Anton Ingi Leifsson (@antonleifs) July 14, 2014 Sit hérna með Víði Þorvarðar; hann roðnaði alveg svakalega þegar hann sá sjálfan sig á skjánum, besta markið #pepsi365— Stefán Snær Stefánss (@stefansnaer) July 14, 2014 Mjölnismenn fóru til Keflavíkur og Í Kaplakrika og áttu stúkuna alfarid. Svo er ekki einu sinni minnst á þá í Pepsi #skita #pepsi365— Hafþór Már Vignisson (@Haftorv) July 14, 2014 K. Henry er Suarez íslenska boltans! #óheiðarleiki #pepsi365— Ingólfur Birgir (@IngolfurBirgir) July 14, 2014 Flottasta mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Öll mörk 10. umferðar:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - KR 2-0 | Sjáðu mörkin sem felldu KR-inga Þórsarar fóru á kostum gegn KR og skelltu Íslandsmeisturnum með 2-0 sigri á heimavelli. 10. júlí 2014 11:03 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Keflavík 3-1 | Víkingur í toppbaráttuna Víkingur lagði Keflavík 3-1 í skemmtilegum og góðum fótboltaleik í Víkinni í kvöld í uppgjöri spútnikliða Pepsí deildar karla. 14. júlí 2014 14:51 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 1-2 | Tveir sigrar í röð hjá Blikum Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. 14. júlí 2014 14:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 2-2 | FH heldur toppsætinu Stjarnan og FH skildu jöfn, 2-2, í uppgjöri efstu liða Pepsi-deildarinnar á Samsung-vellinum í dag. 13. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fjölnir 4-2 | Fyrsti heimasigur Eyjamanna ÍBV skaut sér upp í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fjölni í Eyjum. 13. júlí 2014 00:01 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - KR 2-0 | Sjáðu mörkin sem felldu KR-inga Þórsarar fóru á kostum gegn KR og skelltu Íslandsmeisturnum með 2-0 sigri á heimavelli. 10. júlí 2014 11:03
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Keflavík 3-1 | Víkingur í toppbaráttuna Víkingur lagði Keflavík 3-1 í skemmtilegum og góðum fótboltaleik í Víkinni í kvöld í uppgjöri spútnikliða Pepsí deildar karla. 14. júlí 2014 14:51
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 1-2 | Tveir sigrar í röð hjá Blikum Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. 14. júlí 2014 14:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 2-2 | FH heldur toppsætinu Stjarnan og FH skildu jöfn, 2-2, í uppgjöri efstu liða Pepsi-deildarinnar á Samsung-vellinum í dag. 13. júlí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fjölnir 4-2 | Fyrsti heimasigur Eyjamanna ÍBV skaut sér upp í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fjölni í Eyjum. 13. júlí 2014 00:01
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti