Enski boltinn

Rooney: Skelfileg byrjun á tímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu í gær.
Rooney fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Wayne Rooney, nýr fyrirliði Manchester United, var skiljanlega vonsvikinn með tap United gegn Swansea í gær. Gylfi Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea.

Þetta var fyrsti deildarleikurinn sem Rooney bar fyrirliðabandið þetta árið og sagði Rooney að hann myndi ekki minnast þessa leiks þegar fram líður.

„Þetta var frábær stund, en úrslitin voru vonbrigði. Þetta er ekki stund sem ég mun líta á þegar ég lít til baka," sagði Rooney við sjónvarpstöð United.

„Þú vilt alltaf vinna, en við erum vonsviknir. Við verðum að undirbúa okkur rétt fyrir leikinn gegn Sunderland næstu helgi og við munum byrja okkar tímabil þar," sagði Rooney og hélt áfram.

„Þetta var skelfileg byrjun á tímabilinu hjá okkur, en við verðum að halda áfram. Við erum ekki ánægðir og þjálfarinn er ekki ánægður. Við verðum að fara yfir hvað við gerðum rangt í gær."

„Mér fannst við ekki spila eins vel og við getum. Við verðum að laga það," sagði fyrirliðinn, Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×