Kallinn er sífellt öskrandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 06:30 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu. Fótbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu.
Fótbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira