Kallinn er sífellt öskrandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 06:30 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu. Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu.
Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira