Kallinn er sífellt öskrandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 06:30 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu. Fótbolti Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu.
Fótbolti Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti