Óvenju margar tilnefningar til jafnréttirviðurkenningar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. mars 2014 07:00 Ráðherra ásamt viðurkenningarhöfum og frú Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Velferðarráðuneytið Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu í gær jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013 sem Eygló Harðardóttir ráðherra jafnréttismála veitti. Eygló Harðardóttir flutti ávarp við afhendingu viðurkenninganna og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að vinna að jafnrétti á öllum sviðum. „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það,“ sagði fulltrúi Orkuveitunnar við athöfnina. Jafnréttisráð veitir viðurkenningarnar og bárust óvenju margar tilnefningar í ár sem ráðið telur vísbendingu um að áhugi fyrir jafnréttisstarfi í samfélaginu fari vaxandi. Eygló sagði ákvörðunina um að veita Samtökum kvenna af erlendum uppruna vera góða áminningu um að jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna. Mismunun geti verið af ýmsum toga og gegn henni verði alltaf að berjast. Hún minntist í þessu samhengi á þrjú frumvörp sem tengd jafnréttismálum sem hún mun á næstunnni leggja fyrir Alþingi og fjalla um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, um jafna meðferð á vinnumarkaði og um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu jafnréttismála sem taki til jafnréttis kynjanna sem og jafnrar meðferðar óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund. Í frétt velferðarráðuneytisins um viðurkenningarnar segir eftirfarandi um handhafana:Samtök kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð árið 2003 með þann tilgang að sameina konur sem sest hafa að á Íslandi og ljá hagsmuna- og áhugamálum þeirra rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Á þeim rúmlega 10 árum sem samtökin hafa starfað hafa þau sannað tilgang sinn, staðið vörð um réttindi kvenna af erlendum uppruna með stuðningi og fræðslu og komið í veg fyrir félagslega einangrun þeirra með því að veita þeim tækifæri til þess að aðlagast íslenskri menningu á eðlilegan hátt. Þær konur sem koma að samtökunum hafa auk þess unnið óeigingjarnt og ötult starf með því að auka sýnileika erlendra kvenna á Íslandi, lagt áherslu á styrk þeirra og auka þekkingu á verðmæti fjölmenningarlegs samfélags. Samtökin hafa einnig boðið upp á jafningjaráðgjöf og þannig stuðlað að raunverulegri valdeflingu meðal þeirra kvenna sem þangað leita. Með aukinni umfjöllun, samvinnu og þátttöku hefur samtökunum tekist að bæta lífsgæði erlendra kvenna á Íslandi. Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa sýnt og sannað hvernig samtakamáttur og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika getur átt þátt sinn í því að bæta lífsgæði erlendra kvenna á Íslandi.Orkuveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki þar sem starfa að jafnaði um 400 manns. Orkuveita Reykjavíkur hlaut jafnréttisviðurkenninguna árið 2002 en þykir vel að henni komin aftur. Hjá fyrirtækinu hafa á þeim tólf árum sem liðin eru orðið töluverðar breytingar á innviðum og starfsemi en augljóst er að stjórnendum hefur á tímabilinu orðið ljós gagnsemi þess að hafa jafnrétti kynjanna ávallt að leiðarljósi. Í ljósi þess að orkugeirinn er karllægur geiri var fyrir þrem árum tekin sú ákvörðun hjá stjórnendum fyrirtækisins að gera breytingar í þá veru að nýta starfskrafta beggja kynja jafnt, meta kynin jafnt og veita kynjunum jafna möguleika. Fyrirtækið vildi vera öðrum fyrirtækjum í geiranum fyrirmynd, standa vörð um hlut kvenna og breyta viðhorfum til staðalmynda kynjanna. Í því skyni hefur fyrirtækið unnið að almennri kynjasamþættingu í starfseminni auk þess að uppfylla lagaskyldur og hafa í gildi metnaðarfulla jafnréttisáætlun með aðgerðum sem tryggja starfsfólki réttindi samkvæmt lögum. Með kynjasamþættingu er tekið mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanir og unnið er að því að efla jafnréttisvitund starfsfólks. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa með ábyrgri ákvörðun um breytingar sýnt hvernig slík ákvörðun getur orsakað viðhorfsbreytingu, haft áhrif í fyrirtækinu sjálfu og samfélaginu almennt. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu í gær jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013 sem Eygló Harðardóttir ráðherra jafnréttismála veitti. Eygló Harðardóttir flutti ávarp við afhendingu viðurkenninganna og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að vinna að jafnrétti á öllum sviðum. „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það,“ sagði fulltrúi Orkuveitunnar við athöfnina. Jafnréttisráð veitir viðurkenningarnar og bárust óvenju margar tilnefningar í ár sem ráðið telur vísbendingu um að áhugi fyrir jafnréttisstarfi í samfélaginu fari vaxandi. Eygló sagði ákvörðunina um að veita Samtökum kvenna af erlendum uppruna vera góða áminningu um að jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna. Mismunun geti verið af ýmsum toga og gegn henni verði alltaf að berjast. Hún minntist í þessu samhengi á þrjú frumvörp sem tengd jafnréttismálum sem hún mun á næstunnni leggja fyrir Alþingi og fjalla um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, um jafna meðferð á vinnumarkaði og um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu jafnréttismála sem taki til jafnréttis kynjanna sem og jafnrar meðferðar óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund. Í frétt velferðarráðuneytisins um viðurkenningarnar segir eftirfarandi um handhafana:Samtök kvenna af erlendum uppruna voru stofnuð árið 2003 með þann tilgang að sameina konur sem sest hafa að á Íslandi og ljá hagsmuna- og áhugamálum þeirra rödd. Markmið samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Á þeim rúmlega 10 árum sem samtökin hafa starfað hafa þau sannað tilgang sinn, staðið vörð um réttindi kvenna af erlendum uppruna með stuðningi og fræðslu og komið í veg fyrir félagslega einangrun þeirra með því að veita þeim tækifæri til þess að aðlagast íslenskri menningu á eðlilegan hátt. Þær konur sem koma að samtökunum hafa auk þess unnið óeigingjarnt og ötult starf með því að auka sýnileika erlendra kvenna á Íslandi, lagt áherslu á styrk þeirra og auka þekkingu á verðmæti fjölmenningarlegs samfélags. Samtökin hafa einnig boðið upp á jafningjaráðgjöf og þannig stuðlað að raunverulegri valdeflingu meðal þeirra kvenna sem þangað leita. Með aukinni umfjöllun, samvinnu og þátttöku hefur samtökunum tekist að bæta lífsgæði erlendra kvenna á Íslandi. Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa sýnt og sannað hvernig samtakamáttur og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika getur átt þátt sinn í því að bæta lífsgæði erlendra kvenna á Íslandi.Orkuveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki þar sem starfa að jafnaði um 400 manns. Orkuveita Reykjavíkur hlaut jafnréttisviðurkenninguna árið 2002 en þykir vel að henni komin aftur. Hjá fyrirtækinu hafa á þeim tólf árum sem liðin eru orðið töluverðar breytingar á innviðum og starfsemi en augljóst er að stjórnendum hefur á tímabilinu orðið ljós gagnsemi þess að hafa jafnrétti kynjanna ávallt að leiðarljósi. Í ljósi þess að orkugeirinn er karllægur geiri var fyrir þrem árum tekin sú ákvörðun hjá stjórnendum fyrirtækisins að gera breytingar í þá veru að nýta starfskrafta beggja kynja jafnt, meta kynin jafnt og veita kynjunum jafna möguleika. Fyrirtækið vildi vera öðrum fyrirtækjum í geiranum fyrirmynd, standa vörð um hlut kvenna og breyta viðhorfum til staðalmynda kynjanna. Í því skyni hefur fyrirtækið unnið að almennri kynjasamþættingu í starfseminni auk þess að uppfylla lagaskyldur og hafa í gildi metnaðarfulla jafnréttisáætlun með aðgerðum sem tryggja starfsfólki réttindi samkvæmt lögum. Með kynjasamþættingu er tekið mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanir og unnið er að því að efla jafnréttisvitund starfsfólks. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa með ábyrgri ákvörðun um breytingar sýnt hvernig slík ákvörðun getur orsakað viðhorfsbreytingu, haft áhrif í fyrirtækinu sjálfu og samfélaginu almennt.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels