Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal, 34 ára, er á ferð og flugi og er ávallt nóg að gera hjá drengnum. Hann skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina, tók vel undir í brekkusöngnum með Ingó Veðurguði og dansaði fram á rauða nótt.
Um leið og ljósin í Dalnum slokknuðu hélt hann í djammparadísina Benidorm í vinnuferð. Þar mun hann skemmta ásamt Frikka Dór og Steinda Jr fyrir hóp af menntskælingum í útskriftarferð.
Beint úr Brekkunni til Bene
