Lítil mistök geta tekið af manni marga metra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 06:30 Ásdís sést hér í einu kasta sinna í gær. Vísir/Getty Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48
Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30