Tengjum við draugamyndir Þórður Ingi Jónsson skrifar 24. október 2014 09:45 Grafir og bein - Draugasögur hafa heillað íslendinga í gegnum tíðina. skjáskot Íslenska hrollvekjan Grafir & bein verður frumsýnd í lok mánaðarins. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Antons Sigurðssonar og er fyrsta íslenska draugamyndin í einhvern tíma. Í tilefni þess tók Fréttablaðið saman lista yfir nokkrar þekktar íslenskar draugamyndir. Grafir & bein fjallar um hjónin Gísla og Sonju sem lenda í því að veröld þeirra hrynur þegar dóttir þeirra, Dagbjört, deyr. Þegar bróðir Gísla og kona hans deyja ákveða hjónin að taka dóttur þeirra, Perlu, í fóstur. Þá fara heldur betur undarlegir hlutir að gerast. Með helstu hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Það hafa ekki ýkja margar hryllingsmyndir verið gerðar hér miðað við hinn gríðarlega fjölda draugasagna í þjóðararfinum, svo að athyglisvert verður að sjá hvernig tekist er á við umfjöllunarefnið í Grafir & bein.HúsiðHúsið (1983) Hrollvekja eftir Egil Eðvarðsson sem hræddi mörg börnin á sínum tíma. Hún er hugsanlega fyrsta íslenska „genre“-myndin, þ.e. mynd sem fylgir ákveðinni stefnu og hugsanlega fyrsta myndin sem var tekin upp að mestu í upptökuveri. „Ungt par fær inni í gömlu húsi í Reykjavík og verður þess fljótlega vart að húsinu fylgir eitthvað sem er þeim yfirsterkara. Forsaga hússins tekur völdin,“ segir á Kvikmyndavefnum.DraugasagaDraugasaga (1985) Sjónvarpsmynd sem Viðar Víkingsson leikstýrði, skrifaði og klippti. „Ungur næturvörður, í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg, kynnist förðunardömu og saman ákveða þau að setja á svið draugagang til að hrekkja annan næturvörð. Rauðhærð afturganga lætur á sér kræla. En brátt kárnar gamanið og kraftar leysast úr læðingi sem þau ráða ekki við,“ segir á Kvikmyndavefnum.DjákninnDjákninn (1988) Sjónvarpsmynd sem er einnig eftir Egil Eðvarðsson, byggð á sögunni um Djáknann á Myrká. Myndin gerist í nútímanum og er Djákninn uppfærður sem afturgenginn mótorhjólatöffari með aftursleikt hár. Valdimar Örn Flygenring leikur Djáknann en María Ólafsdóttir leikur Guðrúnu, sem er kölluð Gugga í myndinni.FrostFrost (2012) Frost er spennutryllir eftir Reyni Lyngdal sem kom út fyrir tveimur árum. „Frost fjallar um ungt par, Öglu jöklafræðing og Gunnar kvikmyndagerðarmann sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli,“ segir á Kvikmyndir.is.Haukur Viðar Alfreðsson.Tengist hinni íslensku veðráttu En hvað er það sem hefur heillað Íslendinga svona við draugasögur í gegnum tíðina? „Það hljómar kannski klisjukennt en er það ekki svolítið tengt náttúrunni og veðráttunni?“ spyr Haukur Viðar Alfreðsson sig, kvikmyndaáhugamaður og stofnandi hryllingsmyndahópsins Kommóðu Kaligarís á Fésbók. „Ég er að horfa út um gluggann núna og þetta er allt saman dökkgrátt og voðalegt. Íslendingar tengja mikið við drauga og myrkrið út af því hvar í heiminum við búum.“ „Ég hef oft velt fyrir mér því hvers vegna við eigum ekki mikið af draugakvikmyndum, þrátt fyrir þennan mikla áhuga Íslendinga á draugasögum, en ég hef svo sem aldrei reynt sérstaklega að greina það,“ segir Haukur. „Ég held að myrkrið gæti mögulega útskýrt þetta að hluta. Ástæðan fyrir því að Íslendingar í dag heillist af þessu er að forfeður okkar gerðu það einnig.“ Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Íslenska hrollvekjan Grafir & bein verður frumsýnd í lok mánaðarins. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Antons Sigurðssonar og er fyrsta íslenska draugamyndin í einhvern tíma. Í tilefni þess tók Fréttablaðið saman lista yfir nokkrar þekktar íslenskar draugamyndir. Grafir & bein fjallar um hjónin Gísla og Sonju sem lenda í því að veröld þeirra hrynur þegar dóttir þeirra, Dagbjört, deyr. Þegar bróðir Gísla og kona hans deyja ákveða hjónin að taka dóttur þeirra, Perlu, í fóstur. Þá fara heldur betur undarlegir hlutir að gerast. Með helstu hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Það hafa ekki ýkja margar hryllingsmyndir verið gerðar hér miðað við hinn gríðarlega fjölda draugasagna í þjóðararfinum, svo að athyglisvert verður að sjá hvernig tekist er á við umfjöllunarefnið í Grafir & bein.HúsiðHúsið (1983) Hrollvekja eftir Egil Eðvarðsson sem hræddi mörg börnin á sínum tíma. Hún er hugsanlega fyrsta íslenska „genre“-myndin, þ.e. mynd sem fylgir ákveðinni stefnu og hugsanlega fyrsta myndin sem var tekin upp að mestu í upptökuveri. „Ungt par fær inni í gömlu húsi í Reykjavík og verður þess fljótlega vart að húsinu fylgir eitthvað sem er þeim yfirsterkara. Forsaga hússins tekur völdin,“ segir á Kvikmyndavefnum.DraugasagaDraugasaga (1985) Sjónvarpsmynd sem Viðar Víkingsson leikstýrði, skrifaði og klippti. „Ungur næturvörður, í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg, kynnist förðunardömu og saman ákveða þau að setja á svið draugagang til að hrekkja annan næturvörð. Rauðhærð afturganga lætur á sér kræla. En brátt kárnar gamanið og kraftar leysast úr læðingi sem þau ráða ekki við,“ segir á Kvikmyndavefnum.DjákninnDjákninn (1988) Sjónvarpsmynd sem er einnig eftir Egil Eðvarðsson, byggð á sögunni um Djáknann á Myrká. Myndin gerist í nútímanum og er Djákninn uppfærður sem afturgenginn mótorhjólatöffari með aftursleikt hár. Valdimar Örn Flygenring leikur Djáknann en María Ólafsdóttir leikur Guðrúnu, sem er kölluð Gugga í myndinni.FrostFrost (2012) Frost er spennutryllir eftir Reyni Lyngdal sem kom út fyrir tveimur árum. „Frost fjallar um ungt par, Öglu jöklafræðing og Gunnar kvikmyndagerðarmann sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli,“ segir á Kvikmyndir.is.Haukur Viðar Alfreðsson.Tengist hinni íslensku veðráttu En hvað er það sem hefur heillað Íslendinga svona við draugasögur í gegnum tíðina? „Það hljómar kannski klisjukennt en er það ekki svolítið tengt náttúrunni og veðráttunni?“ spyr Haukur Viðar Alfreðsson sig, kvikmyndaáhugamaður og stofnandi hryllingsmyndahópsins Kommóðu Kaligarís á Fésbók. „Ég er að horfa út um gluggann núna og þetta er allt saman dökkgrátt og voðalegt. Íslendingar tengja mikið við drauga og myrkrið út af því hvar í heiminum við búum.“ „Ég hef oft velt fyrir mér því hvers vegna við eigum ekki mikið af draugakvikmyndum, þrátt fyrir þennan mikla áhuga Íslendinga á draugasögum, en ég hef svo sem aldrei reynt sérstaklega að greina það,“ segir Haukur. „Ég held að myrkrið gæti mögulega útskýrt þetta að hluta. Ástæðan fyrir því að Íslendingar í dag heillist af þessu er að forfeður okkar gerðu það einnig.“
Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira