Tengjum við draugamyndir Þórður Ingi Jónsson skrifar 24. október 2014 09:45 Grafir og bein - Draugasögur hafa heillað íslendinga í gegnum tíðina. skjáskot Íslenska hrollvekjan Grafir & bein verður frumsýnd í lok mánaðarins. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Antons Sigurðssonar og er fyrsta íslenska draugamyndin í einhvern tíma. Í tilefni þess tók Fréttablaðið saman lista yfir nokkrar þekktar íslenskar draugamyndir. Grafir & bein fjallar um hjónin Gísla og Sonju sem lenda í því að veröld þeirra hrynur þegar dóttir þeirra, Dagbjört, deyr. Þegar bróðir Gísla og kona hans deyja ákveða hjónin að taka dóttur þeirra, Perlu, í fóstur. Þá fara heldur betur undarlegir hlutir að gerast. Með helstu hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Það hafa ekki ýkja margar hryllingsmyndir verið gerðar hér miðað við hinn gríðarlega fjölda draugasagna í þjóðararfinum, svo að athyglisvert verður að sjá hvernig tekist er á við umfjöllunarefnið í Grafir & bein.HúsiðHúsið (1983) Hrollvekja eftir Egil Eðvarðsson sem hræddi mörg börnin á sínum tíma. Hún er hugsanlega fyrsta íslenska „genre“-myndin, þ.e. mynd sem fylgir ákveðinni stefnu og hugsanlega fyrsta myndin sem var tekin upp að mestu í upptökuveri. „Ungt par fær inni í gömlu húsi í Reykjavík og verður þess fljótlega vart að húsinu fylgir eitthvað sem er þeim yfirsterkara. Forsaga hússins tekur völdin,“ segir á Kvikmyndavefnum.DraugasagaDraugasaga (1985) Sjónvarpsmynd sem Viðar Víkingsson leikstýrði, skrifaði og klippti. „Ungur næturvörður, í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg, kynnist förðunardömu og saman ákveða þau að setja á svið draugagang til að hrekkja annan næturvörð. Rauðhærð afturganga lætur á sér kræla. En brátt kárnar gamanið og kraftar leysast úr læðingi sem þau ráða ekki við,“ segir á Kvikmyndavefnum.DjákninnDjákninn (1988) Sjónvarpsmynd sem er einnig eftir Egil Eðvarðsson, byggð á sögunni um Djáknann á Myrká. Myndin gerist í nútímanum og er Djákninn uppfærður sem afturgenginn mótorhjólatöffari með aftursleikt hár. Valdimar Örn Flygenring leikur Djáknann en María Ólafsdóttir leikur Guðrúnu, sem er kölluð Gugga í myndinni.FrostFrost (2012) Frost er spennutryllir eftir Reyni Lyngdal sem kom út fyrir tveimur árum. „Frost fjallar um ungt par, Öglu jöklafræðing og Gunnar kvikmyndagerðarmann sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli,“ segir á Kvikmyndir.is.Haukur Viðar Alfreðsson.Tengist hinni íslensku veðráttu En hvað er það sem hefur heillað Íslendinga svona við draugasögur í gegnum tíðina? „Það hljómar kannski klisjukennt en er það ekki svolítið tengt náttúrunni og veðráttunni?“ spyr Haukur Viðar Alfreðsson sig, kvikmyndaáhugamaður og stofnandi hryllingsmyndahópsins Kommóðu Kaligarís á Fésbók. „Ég er að horfa út um gluggann núna og þetta er allt saman dökkgrátt og voðalegt. Íslendingar tengja mikið við drauga og myrkrið út af því hvar í heiminum við búum.“ „Ég hef oft velt fyrir mér því hvers vegna við eigum ekki mikið af draugakvikmyndum, þrátt fyrir þennan mikla áhuga Íslendinga á draugasögum, en ég hef svo sem aldrei reynt sérstaklega að greina það,“ segir Haukur. „Ég held að myrkrið gæti mögulega útskýrt þetta að hluta. Ástæðan fyrir því að Íslendingar í dag heillist af þessu er að forfeður okkar gerðu það einnig.“ Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Íslenska hrollvekjan Grafir & bein verður frumsýnd í lok mánaðarins. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Antons Sigurðssonar og er fyrsta íslenska draugamyndin í einhvern tíma. Í tilefni þess tók Fréttablaðið saman lista yfir nokkrar þekktar íslenskar draugamyndir. Grafir & bein fjallar um hjónin Gísla og Sonju sem lenda í því að veröld þeirra hrynur þegar dóttir þeirra, Dagbjört, deyr. Þegar bróðir Gísla og kona hans deyja ákveða hjónin að taka dóttur þeirra, Perlu, í fóstur. Þá fara heldur betur undarlegir hlutir að gerast. Með helstu hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Það hafa ekki ýkja margar hryllingsmyndir verið gerðar hér miðað við hinn gríðarlega fjölda draugasagna í þjóðararfinum, svo að athyglisvert verður að sjá hvernig tekist er á við umfjöllunarefnið í Grafir & bein.HúsiðHúsið (1983) Hrollvekja eftir Egil Eðvarðsson sem hræddi mörg börnin á sínum tíma. Hún er hugsanlega fyrsta íslenska „genre“-myndin, þ.e. mynd sem fylgir ákveðinni stefnu og hugsanlega fyrsta myndin sem var tekin upp að mestu í upptökuveri. „Ungt par fær inni í gömlu húsi í Reykjavík og verður þess fljótlega vart að húsinu fylgir eitthvað sem er þeim yfirsterkara. Forsaga hússins tekur völdin,“ segir á Kvikmyndavefnum.DraugasagaDraugasaga (1985) Sjónvarpsmynd sem Viðar Víkingsson leikstýrði, skrifaði og klippti. „Ungur næturvörður, í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg, kynnist förðunardömu og saman ákveða þau að setja á svið draugagang til að hrekkja annan næturvörð. Rauðhærð afturganga lætur á sér kræla. En brátt kárnar gamanið og kraftar leysast úr læðingi sem þau ráða ekki við,“ segir á Kvikmyndavefnum.DjákninnDjákninn (1988) Sjónvarpsmynd sem er einnig eftir Egil Eðvarðsson, byggð á sögunni um Djáknann á Myrká. Myndin gerist í nútímanum og er Djákninn uppfærður sem afturgenginn mótorhjólatöffari með aftursleikt hár. Valdimar Örn Flygenring leikur Djáknann en María Ólafsdóttir leikur Guðrúnu, sem er kölluð Gugga í myndinni.FrostFrost (2012) Frost er spennutryllir eftir Reyni Lyngdal sem kom út fyrir tveimur árum. „Frost fjallar um ungt par, Öglu jöklafræðing og Gunnar kvikmyndagerðarmann sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli,“ segir á Kvikmyndir.is.Haukur Viðar Alfreðsson.Tengist hinni íslensku veðráttu En hvað er það sem hefur heillað Íslendinga svona við draugasögur í gegnum tíðina? „Það hljómar kannski klisjukennt en er það ekki svolítið tengt náttúrunni og veðráttunni?“ spyr Haukur Viðar Alfreðsson sig, kvikmyndaáhugamaður og stofnandi hryllingsmyndahópsins Kommóðu Kaligarís á Fésbók. „Ég er að horfa út um gluggann núna og þetta er allt saman dökkgrátt og voðalegt. Íslendingar tengja mikið við drauga og myrkrið út af því hvar í heiminum við búum.“ „Ég hef oft velt fyrir mér því hvers vegna við eigum ekki mikið af draugakvikmyndum, þrátt fyrir þennan mikla áhuga Íslendinga á draugasögum, en ég hef svo sem aldrei reynt sérstaklega að greina það,“ segir Haukur. „Ég held að myrkrið gæti mögulega útskýrt þetta að hluta. Ástæðan fyrir því að Íslendingar í dag heillist af þessu er að forfeður okkar gerðu það einnig.“
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira